Viðskipti innlent

Unnið að slitum tveggja sjóða Landsbankans

Hagsjá Landsbankans greinir frá því í dag að unnið sé að slitum tveggja sjóða, Fyrirtækjabréfa og Vísitölubréfa Landsbankans. Samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu ber rekstrarfélögum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða að slíta sjóðum sem líkt hafa eftir OMXI 15 vísitölunni.

Allar eignir Vísitölubréfa hafa nú verið seldar og mun útgreiðsla fara fram þann 27. maí. Hlutdeildarskírteinishöfum hefur verið sent bréf með nánari útskýringum á slitum Vísitölubréfa.

Athygli er vakin á því að uppgjör viðskipta í sjóðum sem eru gerðir upp í erlendri mynt geta dregist þar sem öll slík viðskipti þurfa að fara í gegnum Seðlabankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×