Viðskipti innlent

40 milljarða hækkun Icesave lána

Icesave lánin eru hærri en áætlað var í fyrstu.
Icesave lánin eru hærri en áætlað var í fyrstu.
Vísir greindi frá því í gær að upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, næmi 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra.

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, endanlega staðfest þær lánsfjárhæðir sem um ræðir. Fyrirhuguð lán nema 2,35 milljörðum Sterlingspunda og 1,329 milljörðum Evra.

Eins og kom fram í gær hefur krónan lækkað umtalsvert gagnvart þessum gjaldmiðlum á undanförnum 5 dögum. Nemur hækkkun höfuðstóls lánsins því rétt rúmum 40 milljörðum en ekki 37,2 milljörðum eins og greint var frá í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×