Dýrasta fasteign Evrópu er til sölu 11. júní 2009 10:57 Á einum besta stað í London, Belgrave Square nr. 10, er nú dýrasta fasteign Evrópu til sölu. Um er að ræða 1.950 fm lúxusíbúð og er verðmiðinn 100 milljónir punda eða um 21 milljarður kr. Eigandi herlegheitanna undanfarin ár er líbanski fasteignamógúllinn Musa Salem en hann hefur að sögn börsen.dk dundað sér við það að gera íbúðina sem best úr garði. Íbúðin telur 18 svefnherbergi ásamt sundlaug í kjallaranum. Þar að auki er að finna líkamsræktarsal og bílskúr sem getur rúmað flota af Bentley-bílum. Og næstu nágrannar eru emírinn af Dubai, sheik Rashid Al-Maktorum, rússneski auðjöfurinn Oleg Deripaska og röð af sendiráðum. Upprunalega var húsið byggt í byrjun nítjándu aldar af jarlinum af Grosvenor og síðar markgreifanum af Westminster. Byggingarstíllinn er undir áhrifum frá Miðjarðarhafinu með miklu af marmara og skrauti. Verðið á þessari fasteign er á pari við dýrustu fasteign Bandaríkjanna en það er höll í Hollywood í eigu Candy Spelling sem sett var í sölu fyrir páska á 150 milljónir dollara. Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Á einum besta stað í London, Belgrave Square nr. 10, er nú dýrasta fasteign Evrópu til sölu. Um er að ræða 1.950 fm lúxusíbúð og er verðmiðinn 100 milljónir punda eða um 21 milljarður kr. Eigandi herlegheitanna undanfarin ár er líbanski fasteignamógúllinn Musa Salem en hann hefur að sögn börsen.dk dundað sér við það að gera íbúðina sem best úr garði. Íbúðin telur 18 svefnherbergi ásamt sundlaug í kjallaranum. Þar að auki er að finna líkamsræktarsal og bílskúr sem getur rúmað flota af Bentley-bílum. Og næstu nágrannar eru emírinn af Dubai, sheik Rashid Al-Maktorum, rússneski auðjöfurinn Oleg Deripaska og röð af sendiráðum. Upprunalega var húsið byggt í byrjun nítjándu aldar af jarlinum af Grosvenor og síðar markgreifanum af Westminster. Byggingarstíllinn er undir áhrifum frá Miðjarðarhafinu með miklu af marmara og skrauti. Verðið á þessari fasteign er á pari við dýrustu fasteign Bandaríkjanna en það er höll í Hollywood í eigu Candy Spelling sem sett var í sölu fyrir páska á 150 milljónir dollara.
Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira