Viðskipti innlent

Höftin duga ekki ein og sér

Fyrr á árinu hélt Viðskiptaráð morgunverðarfund  undir yfirskriftinni „Sjálfstæð mynd í fjármálakreppu“.Fréttablaðið/GVA
Fyrr á árinu hélt Viðskiptaráð morgunverðarfund undir yfirskriftinni „Sjálfstæð mynd í fjármálakreppu“.Fréttablaðið/GVA

Gengislækkun krónunnar undanfarið má að hluta rekja til vaxtalækkana Seðlabankans, en stór áhrifavaldur er skortur á skýrum áætlunum nýrrar ríkistjórnar, meðal annars í fjármálum hins opinbera. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs Íslands.

Bent er á að gengi krónunnar standi nú í ríflega 230 stigum, á svipuðum slóðum og hún hafi verið áður en gjaldeyrishöft voru sett á. „Nú virðist ljóst að höftin ein og sér duga ekki til að stemma stigu við áframhaldandi gengisveikingu og skapa því ekki forsendur fyrir styrkingu krónunnar. Þetta er í samræmi við viðvaranir Viðskiptaráðs, en ráðið hefur ítrekað bent á að höft væru einungis skammtímalausn sem kæmi ekki í stað stefnumarkandi aðgerða og nýrrar framtíðarsýnar af hálfu stjórnvalda," segir í fréttabréfinu.

Áréttuð er nauðsyn þess að ný ríkisstjórn leggi fram raunhæfa og trúverðuga áætlun í ríkisfjármálum eins fljótt og kostur sé. „Slík áætlun er ómissandi liður í að skapa framtíðarsýn hér á landi og þannig endurheimta trúverðugleika hagkerfisins," segir Viðskiptaráð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×