Viðskipti innlent

Rannsaka meint gjaldeyrissvindl

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú átta mál sem lúta að meintu gjaldeyrissvindli. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Málin snúast um tekjur af útflutningi sem ekki er skilað til Íslands líkt og kveðið er á um í lögum um gjaldeyrisskil.

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í samtali við Ríkisútvarpið að málin séu misstór og erfið viðureignar. Málin tengist félögum erlendis og slóðin geti legið í gegnum marga liði.

Þá segir að rannsóknin sé unnin í samstarfi við Seðlabankann sem og erlenda aðila. Um háar fjárhæðir sé að ræða og skiptir miklu máli því þetta hafi áhrif á gengi krónunnar.

Þá segir jafnframt að meiri áhersla sé lögð á þessi mál og viðurlögin séu þung.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×