Viðskipti innlent

Fastir vextir á Icesave láni ásættanlegir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Í vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag staðfestir ráðuneytið meðal annars þær lánsupphæðir sem þegar hafa komið fram á Vísi auk vaxtakjara lánanna. Vextir reiknast af láninu frá 1. janúar 2009.

Um er að ræða fasta ársvexti upp á 5,55%, það er 1,25% álag ofan á lágmarksviðmiðunarvexti OECD á langtímalánum sem eru 4,30%. Bæði álagið og viðmiðunarvextirnir eru með því lægsta sem gerist með fasta langtímavexti í Evrópu.

Gert er ráð fyrir greiðslum inn á höfuðstól með sölu á eignum Landsbankans og er miðað við að 75% af andvirði Icesave innstæðutrygginganna endurheimtist.

Þá segir ráðuneytið að kostir fastvaxtasamninga umfram breytilega vexti séu eftirfarandi:

Vaxtagreiðslur eru þekktar að svo miklu leyti sem áætlanir um endurheimtur af eignum Landsbankans standast.

Auk þess eru fastir vextir í sögulegu lágmarki ef litið er til síðustu 50 ára. Breytilegir vextir geta hækkað mikið á stuttum tíma sem gæti þyngt lausafjárstöðu og afkomu ríkissjóðs verulega.

Norðurlöndin fara ekki varhluta af hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem nú geisar. Spáð er nokkrum samdrætti í landsframleiðslu á öllum Norðurlöndunum á yfirstandandi ári en hvergi er þó ástandið eins erfitt og hér á landi.

Noregur virðist koma best úr þessu árferði en fjármálaráðuneyti Noregs spáir 1,9% samdrætti í landsframleiðslu á yfirstandandi ári. Í Svíþjóð er aftur á móti gert ráð fyrir 4,2% samdrætti og í Finnlandi er spáð 5% samdrætti á árinu. Að lokum er spáð 2,5% samdrætti landsframleiðslu í Danmörku á yfirstandandi ári.












Tengdar fréttir

Icesave-sátt rædd á Alþingi

Samkomulag um skuld­bind­ingar Íslendinga vegna Icesave-innistæðna verður til umræðu á Alþingi í dag. Baldvin Jónsson, sem er í stjórn Borgaraflokksins, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli klukkan þrjú þar sem því er mótmælt að gengið verði að þessu samkomulagi.

40 milljarða hækkun Icesave lána

Vísir greindi frá því í gær að upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, næmi 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×