Viðskipti innlent

Geta samið um lægri greiðslur

Fyrirtæki geta samið við Byr um lægri greiðslu af lánum í erlendri mynt.Fréttablaðið/gva
Fyrirtæki geta samið við Byr um lægri greiðslu af lánum í erlendri mynt.Fréttablaðið/gva

Byr hefur ákveðið að gera fyrirtækjum sem hafa tekið lán í erlendri mynt í gegnum sparisjóðinn kleift að leita eftir lækkun á greiðslubyrði að undangengnum skilyrðum.

Í tilkynningu frá sparisjóðnum í gær kemur fram að lántaki verði að greiða reglulega fasta fjárhæð þar sem afborgun og vextir miðast við greiðslubyrði eins og hún var 2. maí í fyrra en ekki við gengi viðkomandi gjaldmiðils.

Sá munur sem myndast við þetta bætist við höfuðstól láns eða dregst frá honum, allt eftir gengissveiflum krónunnar. Við það lengist lánstíminn eða styttist, líkt og segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×