Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 20:32 Hafdís Þorleifsdóttir, sem á Gyllta köttinn, segir kúnna sína hafa gefist upp á miðbænum. Eigendur fataverslunarinnar Gyllta kattarins, sem rekin hefur verið við Austurstræti í tvo áratugi, hafa gefist upp á því að reka verslun í miðborginni. „Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ segir annar þeirra. Vísi barst í morgun ábending um að til stæði að loka Gylllta kettinum, sem hefur um árabil verið vinsæl faraverslun í miðborg Reykjavíkur, og ákvað því að slá á þráðinn til Hafdísar Þorleifsdóttur, sem á Gyllta köttinn ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Jónssyni. „Nei, það er ekki alveg þannig. Það er búið að eyðileggja miðbæinn fyrir okkur, við erum náttúrulega búin að vera þarna í tuttugu ár. Sú stóra ákvörðun sem við þurftum að taka var að segja upp leigusamningnum á húsnæðinu, hjá Reitum, og við ætlum að færa okkur út á Fiskislóð. Þannig að Gyllti er ekki að hætta en forsendur fyrir því að vera þarna niðri í bæ eru brotnar. Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ segir hún. Hún vonist til þess að geta skilað lyklunum að húsnæðinu í Austurstræti í lok ágúst en það gæti verið að hún losni ekki undan leigusamningi fyrr en í lok nóvember. Kúnnar nenni ekki niður í bæ Þar vísar Hafdís til Dags B. Eggertssonar, alþingismanns og fyrrverandi borgarstjóra, og ákvarðana sem teknar voru í borgarstjóratíð hans. Hún segir stjórn bílastæðamála í raun hafa kippt fótunum undan rekstri verslunarinnar. „Mikið af mínum föstu kúnnum segjast ekki nenna lengur niður í bæ, það er hringur eftir hring, engin bílastæði. Svo hækka þeir bílastæðin þannig að ef þú leggur í bílakjallaranum undir H&M, kemur til mín og færð þér svo einn kaffibolla, þá kostar það tvöþúsund kall.“ Þá hafi stækkun á gjaldsvæðum í miðborginni komið illa við starfsfólk verslunarinnar, sem hafi fram að því getað lagt í gjaldfrjáls stæði ekki svo fjarri vinnustað sínum. Svaf ekki í þrjá daga Hafdís segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að skella í lás í Austurstrætinu, enda hefði Gyllti kötturinn fagnað tuttugu ára afmæli þar í nóvember næstkomandi. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég svaf ekki í þrjá daga. Mér hefur liðið mjög vel í miðbænum. Þetta hefðu orðið tuttugu ár núna í nóvember, ég veit ekki hversu mörg þúsund stæði við erum búin að missa síðan við byrjuðum. Fyrir utan það þá segir fólk að það sé ekkert orðið að sækja lengur niður í miðbæ. Það er svo mikið af búðum farnar, þetta eru náttúrulega bara lundabúð eftir lundabúð. Það eru engar litlar sætar búðir lengur. Meira að segja túristinn segir, þegar hann kemur til mín, vá, loksins eitthvað annað en lundi.“ Lagersala sló í gegn Hún segist ekki ætla að leita langt yfir skammt að nýju húsnæði undir Gyllta köttinn heldur færa verslunina í lagarhúsnæði sem þau hjónin hafa þegar til umráða úti á Fiskislóð á Granda í Reykjavík. Þau hafi ákveðið að blása til lagersölu fyrir tveimur mánuðum og aðsóknin hafi verið miklum mun meiri en búist var við. „Ég hélt að enginn myndi koma, ég ætlaði bara að prófa þetta. Það var brjálað að gera, nóg af fríum bílastæðum út um allt. Þá komu gömlu kúnnarnir mínir.“ Hún hafi spurt gömlu kúnnanna hverju sætti að hún hefði ekki séð þá í háa herrans tíð. „Já, sögðu þeir, við nennum orðið ekki niður í bæ. Það er bölvað bras.“ Þetta hafi hjálpað þeim hjónum að taka ákvörðun um að flytja Gyllta köttinn alfarið út á Granda. Þau muni taka minnka lagerinn um helming og innrétta húsnæðið í anda Gyllta kattarins. Hún hafi þegar viðrað áformin við sína helstu kúnna og þeir hafi allir tekið vel í þau. Vonar að Baktus sé til í að flytja Loks segir Hafdís að hún vonist til þess að kötturinn Baktus, sem hefur einkennt Gyllta köttinn og fleiri verslanir í grenndinni síðustur fimmtán ár, sé reiðubúinn að flytja úr miðbænum út á Granda. Baktus þekkja allir kúnnar Gyllta kattarins.Gyllti Kötturinn/Instagram „Þetta er stór ákvörðun og ekki léttvæg. Fyrir utan Baktus, við vitum ekki hvort hann sé tilbúinn að flytja. Hann verður náttúrulega að flytja með okkur af því að ég á hann. Hann er búinn að búa í búðinni í fimmtán ár. Það er spurning hvernig honum líður með þetta, það er annað áhyggjuefni. Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Vísi barst í morgun ábending um að til stæði að loka Gylllta kettinum, sem hefur um árabil verið vinsæl faraverslun í miðborg Reykjavíkur, og ákvað því að slá á þráðinn til Hafdísar Þorleifsdóttur, sem á Gyllta köttinn ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Jónssyni. „Nei, það er ekki alveg þannig. Það er búið að eyðileggja miðbæinn fyrir okkur, við erum náttúrulega búin að vera þarna í tuttugu ár. Sú stóra ákvörðun sem við þurftum að taka var að segja upp leigusamningnum á húsnæðinu, hjá Reitum, og við ætlum að færa okkur út á Fiskislóð. Þannig að Gyllti er ekki að hætta en forsendur fyrir því að vera þarna niðri í bæ eru brotnar. Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ segir hún. Hún vonist til þess að geta skilað lyklunum að húsnæðinu í Austurstræti í lok ágúst en það gæti verið að hún losni ekki undan leigusamningi fyrr en í lok nóvember. Kúnnar nenni ekki niður í bæ Þar vísar Hafdís til Dags B. Eggertssonar, alþingismanns og fyrrverandi borgarstjóra, og ákvarðana sem teknar voru í borgarstjóratíð hans. Hún segir stjórn bílastæðamála í raun hafa kippt fótunum undan rekstri verslunarinnar. „Mikið af mínum föstu kúnnum segjast ekki nenna lengur niður í bæ, það er hringur eftir hring, engin bílastæði. Svo hækka þeir bílastæðin þannig að ef þú leggur í bílakjallaranum undir H&M, kemur til mín og færð þér svo einn kaffibolla, þá kostar það tvöþúsund kall.“ Þá hafi stækkun á gjaldsvæðum í miðborginni komið illa við starfsfólk verslunarinnar, sem hafi fram að því getað lagt í gjaldfrjáls stæði ekki svo fjarri vinnustað sínum. Svaf ekki í þrjá daga Hafdís segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að skella í lás í Austurstrætinu, enda hefði Gyllti kötturinn fagnað tuttugu ára afmæli þar í nóvember næstkomandi. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég svaf ekki í þrjá daga. Mér hefur liðið mjög vel í miðbænum. Þetta hefðu orðið tuttugu ár núna í nóvember, ég veit ekki hversu mörg þúsund stæði við erum búin að missa síðan við byrjuðum. Fyrir utan það þá segir fólk að það sé ekkert orðið að sækja lengur niður í miðbæ. Það er svo mikið af búðum farnar, þetta eru náttúrulega bara lundabúð eftir lundabúð. Það eru engar litlar sætar búðir lengur. Meira að segja túristinn segir, þegar hann kemur til mín, vá, loksins eitthvað annað en lundi.“ Lagersala sló í gegn Hún segist ekki ætla að leita langt yfir skammt að nýju húsnæði undir Gyllta köttinn heldur færa verslunina í lagarhúsnæði sem þau hjónin hafa þegar til umráða úti á Fiskislóð á Granda í Reykjavík. Þau hafi ákveðið að blása til lagersölu fyrir tveimur mánuðum og aðsóknin hafi verið miklum mun meiri en búist var við. „Ég hélt að enginn myndi koma, ég ætlaði bara að prófa þetta. Það var brjálað að gera, nóg af fríum bílastæðum út um allt. Þá komu gömlu kúnnarnir mínir.“ Hún hafi spurt gömlu kúnnanna hverju sætti að hún hefði ekki séð þá í háa herrans tíð. „Já, sögðu þeir, við nennum orðið ekki niður í bæ. Það er bölvað bras.“ Þetta hafi hjálpað þeim hjónum að taka ákvörðun um að flytja Gyllta köttinn alfarið út á Granda. Þau muni taka minnka lagerinn um helming og innrétta húsnæðið í anda Gyllta kattarins. Hún hafi þegar viðrað áformin við sína helstu kúnna og þeir hafi allir tekið vel í þau. Vonar að Baktus sé til í að flytja Loks segir Hafdís að hún vonist til þess að kötturinn Baktus, sem hefur einkennt Gyllta köttinn og fleiri verslanir í grenndinni síðustur fimmtán ár, sé reiðubúinn að flytja úr miðbænum út á Granda. Baktus þekkja allir kúnnar Gyllta kattarins.Gyllti Kötturinn/Instagram „Þetta er stór ákvörðun og ekki léttvæg. Fyrir utan Baktus, við vitum ekki hvort hann sé tilbúinn að flytja. Hann verður náttúrulega að flytja með okkur af því að ég á hann. Hann er búinn að búa í búðinni í fimmtán ár. Það er spurning hvernig honum líður með þetta, það er annað áhyggjuefni.
Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf