Viðskipti innlent

Hálfur milljarður í tap í fyrra: Nordic Partners tapar á hótelum

Hótel d‘angleterre Félag í eigu Nordic Partners er sagt hafa tapað hálfum milljarði á dönskum hótelum.
Hótel d‘angleterre Félag í eigu Nordic Partners er sagt hafa tapað hálfum milljarði á dönskum hótelum.

Eignarhaldsfélagið NP Hotels tapaði 22 milljónum danskra króna, jafnvirði hálfs milljarðs króna, á síðasta ári. Eiginfjárstaða félagsins er neikvæð um þrjá milljónir danskra króna og hefur verið gefið út að lánardrottnar muni breyta hluta lána í hlutafé.

NP Hotels er dótturfélags Nordic Partners. Það keypti dönsku hótelin D‘Angleterre og Kong Fredrik auk veitingastaðanna Copenhagen Corner og Le Coq Rouge í september 2007 en fyrsta hótelið hefur um áratugaskeið verið kallað eitt djásna Kaupmannahafnar.

Danski netmiðillinn Business.dk segir í gær tapið tilkomið vegna minni tekna og aukins kostnaðar. Þá hafi félagið afskrifað viðskiptavild sína.

Le Coq Rouge hefur nú verið lokað og rekstur Hotel Front verið leigður út.

Ekki náðist í Jón Þór Hjaltason, stjórnarformann NP Hotels, þegar eftir því var leitað í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×