Viðskipti innlent

Krónan styrktist um 1,07% í dag

Gengisvísitala krónunnar endaði í 231,5 stigum og styrktist gengi krónunnar um 1,07% í dag.

Velta á millibankamarkaði með krónur nam 4,5 milljónum Evra eða rétt rúmum 800 milljónum króna. Er það nokkuð góð velta miðað við þau viðskipti sem hafa verið að undanförnu

Samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka stendur gengi Dollars í 126,9 krónum, Evran er 178,1 króna, breska pundið er 209,6 krónur og ein dönsk króna kostar nú 23,9 íslenskar krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×