Viðskipti innlent

Er niðursveiflunni lokið í Bretlandi?

Séð yfir fjármálahverfi Lundúna.
Séð yfir fjármálahverfi Lundúna.
Vöxtur landsframleiðslu í Bretlandi hefur aukist undanfarna tvo mánuði og telur rannsóknarstofnun efnahags- og félagsmála þar í landi, að margt bendi til þess að mestu niðursveiflunni sé nú lokið.

Forstöðumaður rannsóknarstofnunarinnar sagðist trúa því að niðursveiflunni væri nú lokið og það væri líklegt að hagkerfið snúist nú í jákvæðari átt en verið hefur.

Spár rannsóknarstofnunarinnar hafa hingað til reynst mjög nákvæmar og til að styðja frekar mat hennar hafa margir hagfræðingar úr City, fjármálahverfi Lundúna, tekið undir þessi orð og bætt auk þess við að efnahagslægðinni muni ljúka á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Opinberar tölur um landsframleiðslu í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi munu ekki birtast fyrr en 24 júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×