Fleiri fréttir FL Group upp en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í kauphöllinni hækkuðu almennt í verði í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 5,09 prósent en bréf í Icelandari Group lækkuðu mest. 2.10.2007 16:29 Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna. 2.10.2007 16:03 Ebay ofgreiddi fyrir Skype Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna. 2.10.2007 15:46 Hlutabréf í FL Group á flugi Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 5,09 prósent í kauphöllinni það sem af er degi. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 2,13 prósent. 2.10.2007 15:12 Léttúð í umgengni um yfirtökureglur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, varar markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu og segir að slíkt virðingaleysi komi aðeins niður á þeim sjálfum. Til lengri tíma muni það rýra traust á markaðnum og þar með hægja á vexti hans. 2.10.2007 14:15 Hótel Nordica verður Hilton-hótel í dag Nordica hótel í Reykjavík mun frá og með deginum í dag heita Hilton Reykjavík Nordica. Stjórnendur eru sannfærðir um að breytingin muni laða enn fleiri viðskiptavini að hótelinu. 2.10.2007 12:33 Vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur fyrirtækja. Þetta sagði hann á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun. Ráðherra segir reglur um yfirtökuskyldu fyrirtækja afar óskýrar. 2.10.2007 12:26 Matarverð hækkar innan OECD en þó ekki á Íslandi Verðbólga á ársgrundvelli innan OECD mældist 1,8 prósent í ágúst síðastliðnum samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Hafði hún lækkað um 0,1 prósent frá fyrra mánuði. 2.10.2007 11:20 Hækkanir í kauphöllinni Hlutabréf hækkuðu almennt í verði í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hafði hækkaði um 1,97 prósent um klukkan hálf ellefu. 2.10.2007 10:39 Miklar hækkanir í Japan Miklar hækkanir urðu á hlutabréfum í Japan og komst Nikkei vísitalan í fyrsta skipti í átta vikur yfir 17 þúsund stig. Alls hækkaði Nikkei um 1,2 prósent. 2.10.2007 10:32 Aukin bjartsýni meðal evrópskra fjárfesta Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7 prósent. 2.10.2007 10:21 Straumur ræður yfirmann lánasviðs í Lundúnum Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur ráðið Andrew Bernhardt til starfa sem yfirmann lánasviðs félagsins í London. 2.10.2007 09:16 Úrvalsvísitalan tók sprettinn Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent. 1.10.2007 15:37 VGK-Hönnun fær risaverkefni í Ungverjalandi VGK-Hönnun hefur samið við ungverska fyrirtækið Pannonplast Zrt um umsjón og hönnun á átta nýjum jarðvarmavirkjunum í Ungverjalandi. Umfang verkefnisins er um 30 milljarðar kr. og má reikna með að VGK-Hönnun fái um 5% í sinn hlut eða um 1,5 milljarða króna. 1.10.2007 13:57 365 hf. hækka um rúm 8% Það sem af er degi hefur gengið bréfa í 365 hf. hækkað um 8,37% í Kauphöllinni. Aðrir sem hafa hækkað m.a. eru Straumur-Burðarás með 2,29% og Össur hf, með 0,99%. Úrvalsvísitalan er aftur komin yfir 8000 stig og stendur í 8032 þessa stundina. 1.10.2007 13:19 Asíulönd setja nýtt ferðamannamet Samkvæmt nýjum tölum frá asísku ferðamannasamtökunum PATA hafa fleiri lönd í álfunni slegið fyrri met sín hvað fjölda ferðamanna varðar. Á síðasta ári komu 365 milljón alþjóðaflug til þessara landa sem er auking um 5,3% frá fyrra ári. Í ár er svo reiknað með um 380 milljón alþjóðaflugum til svæðisins. 1.10.2007 13:09 Fasteignamarkaðurinn enn á útopnu Fasteignamarkaður hefur verið mjög öflugur á þessu ári og endurspeglað góðar aðstæður í hagkerfinu til húsnæðiskaupa. Gott atvinnuástand og miklar launahækkanir hafa verið helsti drifkraftur markaðarins ásamt allgóðu aðgengi að lánsfjármagni. Allt þetta hefur gert það að verkum að eftirspurn eftir húsnæði hefur verið mikil og fólksfjölgun í landinu hefur einnig aukið eftirspurn. Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis 1.10.2007 10:49 Vodofone rekur stærsta víðnet landsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone skrifuðu á fimmtudag undir samning þess efnis að Vodafone sjái um reksturs stærsta víðnets landsins næstu ár fyrir Menntamálaráðuneytið. Um er að ræða tölvunet sem tengir saman alla framhaldsskóla landsins og símenntunarstöðvar um allt land, samtals um 70 menntastofnanir. 1.10.2007 10:00 DHL semur við Skýrr DHL hefur samið við Skýrr um launaþjónustu og prentvinnslu. Annarsvegar útvistar DHL allri launatengdri starfsemi til Skýrr og hinsvegar mun Skýrr sjá um prentun á ölu útsendu efni DHL. 1.10.2007 09:51 Risasala Eimskips vestan hafs Eimskip hefur lokið sölu á 23 kæli- og frystigeymslum í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 385 milljónir kanadadollara eða um 24 milljarða króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir vegna yfirtöku á kanadíska félaginu Atlas Cold Storage í nóvember 2006. 1.10.2007 09:46 Fasteignalánin bíta í afkomu UBS Svissneski alþjóðabankinn UBS greindi frá því í dag að hann þurfi að afskrifa fjóra milljarða svissneskra franka, jafnvirði 211 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þetta mun skila sér í því að bankinn tapar á bilinu 600 til 800 milljónum franka á þriðja ársfjórðungi. 1.10.2007 09:14 Norski olíusjóðurinn eykur hlutabréfakaup Knut Kjær forstjóri Norska olíusjóðsins tilkynnti í vikunni að sjóðurinn myndi auka hlutabréfakaup um 50 prósent. Knut sagði á ráðstefnu ABP lífeyrissjóðsins í Hollandi að hlutdeild sjóðsins í hlutabréfum yrði aukin úr 40 í 60 prósent af eignum. 30.9.2007 20:24 Fasteignamat á Akranesi hækkar Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Akranesi hækkaði um 13,6 prósent samkvæmt endurmati Fasteignamats ríkisins. Bæjarstjórn Akraness fór fram á endurmatið. Fasteignamat eigna á Akranesi nú er 77 prósent af meðalfasteignamati samsvarandi eigna á höfuðborgarsvæðinu. 30.9.2007 15:42 Stærri einkaflugvél fyrir góðan rekstur Breska blaðið Telegraph segir að Baugur hafi verðlaunað forstjóra Iceland, frystivöruverslunarinnar í Bretlandi sem er í eigu Baugs, með því að leyfa honum að kaupa stærri einkaflugvél. 30.9.2007 10:36 Fjárhagsstaða breskra heimila batnar Fjárhagsleg staða heimila í Bretlandi hefur batnað um meira en helming á síðustu 10 árum. Ástæðuna má aðallega rekja til hækkandi húsnæðisverðs. Eftir að búið var að taka tillit til skulda heimilanna í lok síðasta árs voru eignir breskra heimila 803 þúsund billjónir íslenskra króna. 29.9.2007 18:09 Frakki verður framkvæmdastjóri Alþljóðagjaldeyrissjóðsins Dominique Strauss-Kahn hefur verið tilnefndur nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist hafði verið við því að þessi fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og jafnaðarmaður í flrönskum stjórnmálum fengi stöðuna. 29.9.2007 15:14 Hagnaður JJB Sports dregst saman Sportvöruverslanakeðjan JJB Sports skilaði 38,3% minni hagnaði á fyrri hluta rekstrarársins en á sama tímabili í fyrra. Félagið, sem rekur 420 verslanir á Bretlandseyjum, hagnaðist um 11,2 milljónir punda fyrir skatta, sem svarar til 1,4 milljarða króna, samanborið við 18,2 milljónir punda árið 2006. JJB Sports er 30% í eigu Exista og forstjórans Chris Ronnie. 28.9.2007 16:57 Sigurður Svavarsson hættir hjá Eddu Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu-útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar Edda pg JPV hyggjast sameinast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eddu. 28.9.2007 14:52 Launakostnaður hærri á Íslandi en í öllum evruríkjum Launakostnaður á Íslandi er hærri en í öllum evruríkjunum þegar horft er til almenna vinnumarkaðarins. Munurinn mælist 30% á 2. ársfjórðungi 2007 en árið 2004 var munurinn 13%. 28.9.2007 12:42 Risasjónvarp á átta milljónir Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflatskjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur. 28.9.2007 12:00 Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. 28.9.2007 11:00 Þúsund milljarðar króna í lán Stjórnendur enska bankans Northern Rock hafa tekið alls um 1000 milljarða króna í lán frá Seðlabanka Englands til að bregðast við lausafjárskorti. Í síðustu viku tók bankinn lán upp á 650 milljarða króna. 28.9.2007 10:38 Úrvalsvísitalan hækkar í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,03 prósent frá því opnað var fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í morgun. Mestu viðskiptin hafa verið með bréf í FL Group og Landsbankanum. 28.9.2007 10:18 Hlutabréf í AMR hækkuðu í kjölfar bréfs Hannesar Hlutabréf í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, hækkuðu um 25 sent eða 1,1 prósent í gær eftir að fréttir bárust af því að Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefði sent stjórnendum AMR bréf og farið fram á það að gripið yrði til aðgerða til að laga rekstur fyrirtækisins. 28.9.2007 09:52 Lækkun í Japan Verð á hlutabréfum lækkuðu á hlutabréfamörkuðum í Japan í dag. Hlutabréf í ljósmyndaframleiðslufyrirtækinu Canon hækkuðu hins vegar um 2,6 prósent. 28.9.2007 08:38 Hlutabréf lækka í Bretlandi Hlutabréf í Bretlandi lækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Áhyggjur fjárfesta af hækkandi olíuverði skýrir lækkunina að mati sérfræðinga. 28.9.2007 08:25 Tölvuleikirnir teknir í tollinum Miðnæturopnunin í BT gekk ekki að öllu leyti vel og er tollinum á Keflavíkurflugvelli þar helst um að kenna. Innkaupastjóri BT hafði farið til London fyrr um daginn til að sækja tæplega sjötíu eintök af sérútgáfu leiksins (e. limited edition), sem ekki tókst að senda með pósti til Íslands í tæka tíð. Leikina átti að selja um leið og innkaupastjórinn kæmi í hús, enda margir búnir að panta eintak. Það fór ekki betur en svo að maðurinn var stöðvaður í tollinum og leikirnir gerðir upptækir. 28.9.2007 08:00 FL Group þrýstir á breytingar hjá AMR Hlutur FL Group í AMR er kominn í 9,14 prósent. Í tilkynningu frá félaginu er þrýst á um breytingar til að auka virði AMR. Gengi bréfa AMR hefur lækkað um 47 prósent frá því í janúar. FL Group kennir meðal annars um slælegri upplýsingagjöf. 28.9.2007 06:00 Exista græddi 8 milljarða á sænskum bankaslag Áform SEB bankans sænska um að kaupa 20% hlut sænska ríkisins í Nordea leiddi til þess að Sampo Group í Finnlandi hækkaði um fjögur prósent í dag og skilaði sú hækkun sér til Íslands. Hlutur Exista í Sampo hækkaði um 8,3 milljarða króna að markaðsvirði og hækkaði félagið um 1,89% í Kauphöllinni. Þess ber þó að geta að Exista færir hlut sinn í Sampo með hlutdeildaraðferð 27.9.2007 17:59 Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 stigin í dag en hún hækkaði um 0,43% eftir daginn og náði 8.005 stigum. Markaðurinn var fremur rólegur, mest hækkun var hjá Century Aluminium eða um 5,4% og gengið styrktist um tæp 0,4%. 27.9.2007 16:56 Hannesi Smárasyni líkt við „flugdólg“ Hannes Smárason forstjóri FL Group þrýstir á AMR móðurfélag American Airlines að auka verðmæti félagsins sem fallið hefur um 50 prósent frá því í byrjun árs. Í bréfi sem hann sendi AMR og birt er á vefsíðu Wall Street Journal í dag segir hann möguleikana meðal annars liggja í að aðskilja vildarklúbb félagsins AAdvantage frá AMR. 27.9.2007 16:19 Samþykkt að breyta Sparisjóði Svarfdæla í hlutafélag Samþykkt var á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Svarfdæla í gærkvöld að breyta sjóðnum í hlutafélag. Af 120 stofnfjáreigendum greiddu 102 atkvæði með tillögunni en tveir voru á móti eftir því sem segir í tilkynningu. 27.9.2007 11:36 Telja hægt að auka virði AMR um 250 milljarða FL Group telur að hægt að auka virði AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, um 250 milljarða króna, meðal annars með því að aðskilja vildarklúbb félagsins frá rekstri þess. 27.9.2007 10:53 Færeyingar á botninum Færeyski bankinn Foryo Banki hefur lækkað mest í verði í kauphöllinni frá því opnað var fyrir viðskipti í morgun. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði það sem af er degi. 27.9.2007 10:26 Stofna prentkeðju á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi Íslenska félagið Kvos, sem meðal annars á Prentsmiðju Odda og Gutenberg, hefur gert sérleyfissamning við bresku prentkeðjuna Printing.com um að byggja upp prentþjónustu og sölustarfsemi að þeirra fyrirmynd á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. 27.9.2007 09:22 Sjá næstu 50 fréttir
FL Group upp en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í kauphöllinni hækkuðu almennt í verði í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 5,09 prósent en bréf í Icelandari Group lækkuðu mest. 2.10.2007 16:29
Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna. 2.10.2007 16:03
Ebay ofgreiddi fyrir Skype Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna. 2.10.2007 15:46
Hlutabréf í FL Group á flugi Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 5,09 prósent í kauphöllinni það sem af er degi. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 2,13 prósent. 2.10.2007 15:12
Léttúð í umgengni um yfirtökureglur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, varar markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu og segir að slíkt virðingaleysi komi aðeins niður á þeim sjálfum. Til lengri tíma muni það rýra traust á markaðnum og þar með hægja á vexti hans. 2.10.2007 14:15
Hótel Nordica verður Hilton-hótel í dag Nordica hótel í Reykjavík mun frá og með deginum í dag heita Hilton Reykjavík Nordica. Stjórnendur eru sannfærðir um að breytingin muni laða enn fleiri viðskiptavini að hótelinu. 2.10.2007 12:33
Vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur fyrirtækja. Þetta sagði hann á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun. Ráðherra segir reglur um yfirtökuskyldu fyrirtækja afar óskýrar. 2.10.2007 12:26
Matarverð hækkar innan OECD en þó ekki á Íslandi Verðbólga á ársgrundvelli innan OECD mældist 1,8 prósent í ágúst síðastliðnum samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Hafði hún lækkað um 0,1 prósent frá fyrra mánuði. 2.10.2007 11:20
Hækkanir í kauphöllinni Hlutabréf hækkuðu almennt í verði í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hafði hækkaði um 1,97 prósent um klukkan hálf ellefu. 2.10.2007 10:39
Miklar hækkanir í Japan Miklar hækkanir urðu á hlutabréfum í Japan og komst Nikkei vísitalan í fyrsta skipti í átta vikur yfir 17 þúsund stig. Alls hækkaði Nikkei um 1,2 prósent. 2.10.2007 10:32
Aukin bjartsýni meðal evrópskra fjárfesta Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7 prósent. 2.10.2007 10:21
Straumur ræður yfirmann lánasviðs í Lundúnum Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur ráðið Andrew Bernhardt til starfa sem yfirmann lánasviðs félagsins í London. 2.10.2007 09:16
Úrvalsvísitalan tók sprettinn Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent. 1.10.2007 15:37
VGK-Hönnun fær risaverkefni í Ungverjalandi VGK-Hönnun hefur samið við ungverska fyrirtækið Pannonplast Zrt um umsjón og hönnun á átta nýjum jarðvarmavirkjunum í Ungverjalandi. Umfang verkefnisins er um 30 milljarðar kr. og má reikna með að VGK-Hönnun fái um 5% í sinn hlut eða um 1,5 milljarða króna. 1.10.2007 13:57
365 hf. hækka um rúm 8% Það sem af er degi hefur gengið bréfa í 365 hf. hækkað um 8,37% í Kauphöllinni. Aðrir sem hafa hækkað m.a. eru Straumur-Burðarás með 2,29% og Össur hf, með 0,99%. Úrvalsvísitalan er aftur komin yfir 8000 stig og stendur í 8032 þessa stundina. 1.10.2007 13:19
Asíulönd setja nýtt ferðamannamet Samkvæmt nýjum tölum frá asísku ferðamannasamtökunum PATA hafa fleiri lönd í álfunni slegið fyrri met sín hvað fjölda ferðamanna varðar. Á síðasta ári komu 365 milljón alþjóðaflug til þessara landa sem er auking um 5,3% frá fyrra ári. Í ár er svo reiknað með um 380 milljón alþjóðaflugum til svæðisins. 1.10.2007 13:09
Fasteignamarkaðurinn enn á útopnu Fasteignamarkaður hefur verið mjög öflugur á þessu ári og endurspeglað góðar aðstæður í hagkerfinu til húsnæðiskaupa. Gott atvinnuástand og miklar launahækkanir hafa verið helsti drifkraftur markaðarins ásamt allgóðu aðgengi að lánsfjármagni. Allt þetta hefur gert það að verkum að eftirspurn eftir húsnæði hefur verið mikil og fólksfjölgun í landinu hefur einnig aukið eftirspurn. Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis 1.10.2007 10:49
Vodofone rekur stærsta víðnet landsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone skrifuðu á fimmtudag undir samning þess efnis að Vodafone sjái um reksturs stærsta víðnets landsins næstu ár fyrir Menntamálaráðuneytið. Um er að ræða tölvunet sem tengir saman alla framhaldsskóla landsins og símenntunarstöðvar um allt land, samtals um 70 menntastofnanir. 1.10.2007 10:00
DHL semur við Skýrr DHL hefur samið við Skýrr um launaþjónustu og prentvinnslu. Annarsvegar útvistar DHL allri launatengdri starfsemi til Skýrr og hinsvegar mun Skýrr sjá um prentun á ölu útsendu efni DHL. 1.10.2007 09:51
Risasala Eimskips vestan hafs Eimskip hefur lokið sölu á 23 kæli- og frystigeymslum í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 385 milljónir kanadadollara eða um 24 milljarða króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir vegna yfirtöku á kanadíska félaginu Atlas Cold Storage í nóvember 2006. 1.10.2007 09:46
Fasteignalánin bíta í afkomu UBS Svissneski alþjóðabankinn UBS greindi frá því í dag að hann þurfi að afskrifa fjóra milljarða svissneskra franka, jafnvirði 211 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þetta mun skila sér í því að bankinn tapar á bilinu 600 til 800 milljónum franka á þriðja ársfjórðungi. 1.10.2007 09:14
Norski olíusjóðurinn eykur hlutabréfakaup Knut Kjær forstjóri Norska olíusjóðsins tilkynnti í vikunni að sjóðurinn myndi auka hlutabréfakaup um 50 prósent. Knut sagði á ráðstefnu ABP lífeyrissjóðsins í Hollandi að hlutdeild sjóðsins í hlutabréfum yrði aukin úr 40 í 60 prósent af eignum. 30.9.2007 20:24
Fasteignamat á Akranesi hækkar Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Akranesi hækkaði um 13,6 prósent samkvæmt endurmati Fasteignamats ríkisins. Bæjarstjórn Akraness fór fram á endurmatið. Fasteignamat eigna á Akranesi nú er 77 prósent af meðalfasteignamati samsvarandi eigna á höfuðborgarsvæðinu. 30.9.2007 15:42
Stærri einkaflugvél fyrir góðan rekstur Breska blaðið Telegraph segir að Baugur hafi verðlaunað forstjóra Iceland, frystivöruverslunarinnar í Bretlandi sem er í eigu Baugs, með því að leyfa honum að kaupa stærri einkaflugvél. 30.9.2007 10:36
Fjárhagsstaða breskra heimila batnar Fjárhagsleg staða heimila í Bretlandi hefur batnað um meira en helming á síðustu 10 árum. Ástæðuna má aðallega rekja til hækkandi húsnæðisverðs. Eftir að búið var að taka tillit til skulda heimilanna í lok síðasta árs voru eignir breskra heimila 803 þúsund billjónir íslenskra króna. 29.9.2007 18:09
Frakki verður framkvæmdastjóri Alþljóðagjaldeyrissjóðsins Dominique Strauss-Kahn hefur verið tilnefndur nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist hafði verið við því að þessi fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og jafnaðarmaður í flrönskum stjórnmálum fengi stöðuna. 29.9.2007 15:14
Hagnaður JJB Sports dregst saman Sportvöruverslanakeðjan JJB Sports skilaði 38,3% minni hagnaði á fyrri hluta rekstrarársins en á sama tímabili í fyrra. Félagið, sem rekur 420 verslanir á Bretlandseyjum, hagnaðist um 11,2 milljónir punda fyrir skatta, sem svarar til 1,4 milljarða króna, samanborið við 18,2 milljónir punda árið 2006. JJB Sports er 30% í eigu Exista og forstjórans Chris Ronnie. 28.9.2007 16:57
Sigurður Svavarsson hættir hjá Eddu Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu-útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar Edda pg JPV hyggjast sameinast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eddu. 28.9.2007 14:52
Launakostnaður hærri á Íslandi en í öllum evruríkjum Launakostnaður á Íslandi er hærri en í öllum evruríkjunum þegar horft er til almenna vinnumarkaðarins. Munurinn mælist 30% á 2. ársfjórðungi 2007 en árið 2004 var munurinn 13%. 28.9.2007 12:42
Risasjónvarp á átta milljónir Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflatskjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur. 28.9.2007 12:00
Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. 28.9.2007 11:00
Þúsund milljarðar króna í lán Stjórnendur enska bankans Northern Rock hafa tekið alls um 1000 milljarða króna í lán frá Seðlabanka Englands til að bregðast við lausafjárskorti. Í síðustu viku tók bankinn lán upp á 650 milljarða króna. 28.9.2007 10:38
Úrvalsvísitalan hækkar í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,03 prósent frá því opnað var fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í morgun. Mestu viðskiptin hafa verið með bréf í FL Group og Landsbankanum. 28.9.2007 10:18
Hlutabréf í AMR hækkuðu í kjölfar bréfs Hannesar Hlutabréf í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, hækkuðu um 25 sent eða 1,1 prósent í gær eftir að fréttir bárust af því að Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefði sent stjórnendum AMR bréf og farið fram á það að gripið yrði til aðgerða til að laga rekstur fyrirtækisins. 28.9.2007 09:52
Lækkun í Japan Verð á hlutabréfum lækkuðu á hlutabréfamörkuðum í Japan í dag. Hlutabréf í ljósmyndaframleiðslufyrirtækinu Canon hækkuðu hins vegar um 2,6 prósent. 28.9.2007 08:38
Hlutabréf lækka í Bretlandi Hlutabréf í Bretlandi lækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Áhyggjur fjárfesta af hækkandi olíuverði skýrir lækkunina að mati sérfræðinga. 28.9.2007 08:25
Tölvuleikirnir teknir í tollinum Miðnæturopnunin í BT gekk ekki að öllu leyti vel og er tollinum á Keflavíkurflugvelli þar helst um að kenna. Innkaupastjóri BT hafði farið til London fyrr um daginn til að sækja tæplega sjötíu eintök af sérútgáfu leiksins (e. limited edition), sem ekki tókst að senda með pósti til Íslands í tæka tíð. Leikina átti að selja um leið og innkaupastjórinn kæmi í hús, enda margir búnir að panta eintak. Það fór ekki betur en svo að maðurinn var stöðvaður í tollinum og leikirnir gerðir upptækir. 28.9.2007 08:00
FL Group þrýstir á breytingar hjá AMR Hlutur FL Group í AMR er kominn í 9,14 prósent. Í tilkynningu frá félaginu er þrýst á um breytingar til að auka virði AMR. Gengi bréfa AMR hefur lækkað um 47 prósent frá því í janúar. FL Group kennir meðal annars um slælegri upplýsingagjöf. 28.9.2007 06:00
Exista græddi 8 milljarða á sænskum bankaslag Áform SEB bankans sænska um að kaupa 20% hlut sænska ríkisins í Nordea leiddi til þess að Sampo Group í Finnlandi hækkaði um fjögur prósent í dag og skilaði sú hækkun sér til Íslands. Hlutur Exista í Sampo hækkaði um 8,3 milljarða króna að markaðsvirði og hækkaði félagið um 1,89% í Kauphöllinni. Þess ber þó að geta að Exista færir hlut sinn í Sampo með hlutdeildaraðferð 27.9.2007 17:59
Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 stigin í dag en hún hækkaði um 0,43% eftir daginn og náði 8.005 stigum. Markaðurinn var fremur rólegur, mest hækkun var hjá Century Aluminium eða um 5,4% og gengið styrktist um tæp 0,4%. 27.9.2007 16:56
Hannesi Smárasyni líkt við „flugdólg“ Hannes Smárason forstjóri FL Group þrýstir á AMR móðurfélag American Airlines að auka verðmæti félagsins sem fallið hefur um 50 prósent frá því í byrjun árs. Í bréfi sem hann sendi AMR og birt er á vefsíðu Wall Street Journal í dag segir hann möguleikana meðal annars liggja í að aðskilja vildarklúbb félagsins AAdvantage frá AMR. 27.9.2007 16:19
Samþykkt að breyta Sparisjóði Svarfdæla í hlutafélag Samþykkt var á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Svarfdæla í gærkvöld að breyta sjóðnum í hlutafélag. Af 120 stofnfjáreigendum greiddu 102 atkvæði með tillögunni en tveir voru á móti eftir því sem segir í tilkynningu. 27.9.2007 11:36
Telja hægt að auka virði AMR um 250 milljarða FL Group telur að hægt að auka virði AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, um 250 milljarða króna, meðal annars með því að aðskilja vildarklúbb félagsins frá rekstri þess. 27.9.2007 10:53
Færeyingar á botninum Færeyski bankinn Foryo Banki hefur lækkað mest í verði í kauphöllinni frá því opnað var fyrir viðskipti í morgun. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði það sem af er degi. 27.9.2007 10:26
Stofna prentkeðju á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi Íslenska félagið Kvos, sem meðal annars á Prentsmiðju Odda og Gutenberg, hefur gert sérleyfissamning við bresku prentkeðjuna Printing.com um að byggja upp prentþjónustu og sölustarfsemi að þeirra fyrirmynd á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. 27.9.2007 09:22
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent