Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið 28. september 2007 11:00 Snorri Kristjánsson, Vefritstjóri Iceland Express Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair. Tækni Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair.
Tækni Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent