Fleiri fréttir

Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group

Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi.

Slagurinn um OMX tvöfaldar verðmætið

Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX.

Erlend lán heimilanna tvöfaldast á einu ári

Erlend lán heimilanna hafa ríflega tvöfaldast á undanförnu ári eftir því sem segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þar segir enn fremur að nú sé svo komið að tæplega 14 prósent skulda heimilanna við innlánsstofnanir séu tengdar erlendum myntum.

Halldór frá Actavis til FL Group

Halldór Kristmannsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórateymi Actavis, hefur söðlað um og ráðið sig sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group.

Björgólfsfeðgar og Þorsteinn með milljón á mánuði

Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Þorsteinn M. Jónsson eru launahæstu stjórnarformenn félaga í Kauphöllinni. Þeir þiggja allir rúma milljón á mánuði fyrir stjórnarformennsku í félögum sínum. Sá sem þiggur lægst laun er Gunnar Felixson hjá Vinnslustöðinni en hann fær tæpar 100 þúsund krónur fyrir sitt starf.

Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest

Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR.

Lækkanir í London

Hlutabréf í Bretlandi féllu í verði þegar markaðir opnuðu þar í landi í morgun. Um hádegi hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,9 prósent og var 6.405,3 stig.

Fær fyrstur norrænna banka starfsleyfi í Dubai

Kaupþing hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai og verður þar með fyrsti norræni bankinn til þess að fá starfsleyfi í þessu umdæmi eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Baugur eykur hlut sinn í Debenhams

Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%.

Verkfall lamar GM

Starfsemi í bílaverksmiðjum GM í Bandaríkjunum liggur nú niðri eftir að verkalýðsfélagið UAW boðaði til allsherjarverkfalls. Verkfall UAW, eða United Auto Workers, nær til rúmlega 70.000 starfsmanna GM. Verkfallið kemur í kjölfar þess að kjarasamningaviðræður sigldu í strand um helgina.

Kaldur vetur þýðir 100 dollara olíuverð

Merill Lynch telur að verð á olíutunnu geti fljótlega náð 100 dollurum, einkum ef vetrarbyrjun verður kaldari en venjulega. Og fjármálafyrirtækið telur jafnframt að meiri líkur séu á að tunnan nái 100 dollurum en að verð hennar falli í 60 dollara.

Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent.

Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti

Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar.

Hætta við þráðlaus borgarnet

Borgaryfirvöld víða um Bandaríkin hafa hætt við áætlanir sínar um að þekja borgir sínar með þráðlausu neti. Í Houston, Chicago, San Francisco og fleiri borgum hafa öll áform um þráðlaust borgarnet verið lögð á hilluna.

Smávegis hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent.

Evran dýr í dollurum

Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Brown lofar seðlabankastjórann

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, lofar frammistöðu Mervyns King, seðlabankastjóra í Englandi vegna viðbragða hans við áfallinu í tengslum við Northern Rock bankann.

Kaupa helmingshlut í dönsku úthafsolíufélagi

BNT, sem er aðaleigandi N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply, sem er meirihlutaeigandi Íslenskrar olíumiðlunar, sem á og rekur eldsneytisbirgðastöðina í Neskaupstað.

Gengisþróun ógnar starfsemi Airbus verksmiðjunnar

Airbus verksmiðjurnar gætu þurft að skera meira niður í rekstri sínum ef gengi evrunnar verður áfram eins sterkt og það hefur verið að undanförnu. Þá segir Fabrice Bregier yfirmanni hjá Airbus að fyrirtækið þyrfti hugsanlega að kaupa meiri birgðir á Bandaríkjamarkaði en áður hefur verið. Hlutfall birgða sem nú eru keyptar á Bandaríkjamarkaði nema um 50%. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var í algjöru hámarki í gær, en þá var verðið á evrunni $1,42.

Nýr forstjóri hjá Securitas

Trausti Harðarson tók á miðvikudag við starfi forstjóra Securitas. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs.

Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent.

Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða

Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum.

Kjalar fær fulltrúa í stjórn HB Granda

Fulltrúi HB Granda í stjórn fyrirtækisins víkur fyrir manni Kjalar ehf sem er í eigu Ólafs Ólafssonar hjá Samskipum og á þriðjung í fyrirtækinu. Stjórn HB Granda er að öðru leiti óbreytt, en Kjalar hefur ekki haft fulltrúa í stjórn fyrr en nú.

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag.

Þorsteinn Örn ráðinn forstjóri NTH

Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Northern Travel Holding hf. sem meðal annars á flugfélögin Sterling og Iceland Express.

Northern Rock hafnaði milljarðaláni

Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Breskir fjölmiðlar segja að hefðu stjórnendurnir gert það hefði bankinn ekki staðið frammi fyrir sama vanda og hann gerir í dag.

Dalurinn á ný í sögulegu lágmarki gagnvart evru

Gengi evru fór enn í methæðir gagnvart bandaríkjadal í dag en munurinn á gengi myntanna hefur aldrei verið lægra. Gengi dals hefur lækkað nokkuð síðustu daga, ekki síst eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag. Dalurinn kostaði jafn mikið og kanadískur dalur í gær en slíkt hefur ekki gerst í rúm þrjátíu ár.

Verður næst­stærsta Kaup­höll heims

Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands.

Vonbrigði

Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum.

Metgjalddagi hafði lítil áhrif á gengi

Krónubréf að nafnvirði sextíu milljarðar króna féllu á gjalddaga í gær. Þetta var stærsti einstaki krónubréfagjalddagi frá því að útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005.

Enn eitt olíuverðsmet

Verð á olíutunnu fór upp í 83 dollara í Bandaríkjunum í gær, sem er enn eitt met í dollurum talið.

Glitnir gefur út skuldabréf fyrir 63 milljarða króna

Glitnir banki hefur lokið við útgáfu skuldabréfa fyrir einn milljarð bandaríkjadala eða um 63 milljarða íslenskra króna. Bankinn ákvað að auka upphæðina um rúmlega 30 milljarða króna vegna mikillar eftirspurnar.

Íbúðaverð í hámarki

Nokkuð dró úr hækkunum á íbúðaverði í síðastliðnum ágústmánuði samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Að mati Greiningardeildar Kaupþings banka bendir margt til þess að íbúðaverð hafi náð hámarki. Spáð er minnkandi umsvifum á fasteignamarkaði og minni eftirspurn.

Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum.

Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group.

Spáir stýrivaxtalækkun snemma á næsta ári

Styrking evru gagnvart bandaríkjadal veldur því að evrópski seðlabankinn verði að breyta um stefnu og lækka stýrivexti. Þetta segir sérfræðingurinn Austin Hughes, hjá írska bankanum IIB. Gengi evru hefur haldið verið jafn sterk gagnvart bandaríkjadal og nú um stundir.

Samdrátturinn gæti haldið áfram

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni.

Afkoma Goldman Sachs umfram spár

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum.

Sjá næstu 50 fréttir