Viðskipti innlent

FL Group upp en Icelandair niður

Hannes Smárason, forstjóri FL Group.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group. MYND/365

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni hækkuðu almennt í verði í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 5,09 prósent en bréf í Icelandari Group lækkuðu mest.

Alls hækkaði úrvalsvísitalan um 2,15 prósent og mælist nú 8.268,58 stig. Hlutabréf hækkuðu almennt í verði. Hlutabréf í FL Group hækkuðu um 5,09 prósent og í Straumi Burðarás um 3,45 prósent. Mest lækkuðu bréf í Icelandair Group um 1,49 prósent og í Eimskipafélagi Íslands um 0,51 prósent.

Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Glitnir banka fyrir um 2,8 milljarða króna. Þá var verslað með bréf í Kaupþing banka fyrir um 2,7 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×