Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka í Bretlandi

MYND/AFP

Hlutabréf í Bretlandi lækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Áhyggjur fjárfesta af hækkandi olíuverði skýrir lækkunina að mati sérfræðinga.

Alls hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,5 prósent þegar markaðir höfðu verið opnir í rúman hálftíma. Talið er að hækkandi olíuverð skýri að mestu leyti lækkunina. Þá lækkuðu bankar einnig í verði.

Breski bankinn Northern Rock lækkaði um 4,9 prósent og British Petrolium um 0,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×