Viðskipti innlent

365 hf. hækka um rúm 8%

Það sem af er degi hefur gengið bréfa í 365 hf. hækkað um 8,37% í Kauphöllinni. Aðrir sem hafa hækkað m.a. eru Straumur-Burðarás með 2,29% og Össur hf, með 0,99%. Úrvalsvísitalan er aftur komin yfir 8000 stig og stendur í 8032 þessa stundina.

Mesta lækkun í dag er á Foroya Banki eða 1,3%, Icelandair hefur lækkað um 1,1% og Alfesca um 0,48%. Þá hefur gengið styrkst um 0,3% það sem af er degi.

Tekið skal fram að Visir.is er í eigu 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×