Frakki verður framkvæmdastjóri Alþljóðagjaldeyrissjóðsins 29. september 2007 15:14 Dominique Strauss-Kahn yfirgefur Crown Plaza hótelið í Santiago í Chile í gær. MYND/AFP Dominique Strauss-Kahn hefur verið tilnefndur nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist hafði verið við því að þessi fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og jafnaðarmaður í flrönskum stjórnmálum fengi stöðuna. Josef Tosovsky fyrrum forsætisráðherra Tékka sóttist einnig eftir starfinu og hafði stuðning Rússa. Strauss-Kahn hafði hins vegar stuðning bæði Evrópu og Bandaríkjanna sem ráða að mestu ríkjum í bankanum. Nýji forsetinn var í Chile þegar ákvörðun stjórnar sjóðsins var tilkynnt. Þar sýndi hann á táknrænan hátt vilja sinn til að leyfa vaxandi hagkerfum þróunarríkja að hafa áhrif á meiriháttar ákvörðunanir bankans. Í tilkynningu sagðist hann vera ákveðinn í að gera nauðsynlegar endurbætur innan bankans hið fyrsta. Þannig gæti fjárhagslegur stöðugleiki komi alheiminum að gagni á sama tíma og hlúð væri að vexti og auknum atvinnutækifærum. Rodrigo de Rato fráfarandi forseti lætur af embætti af persónulegum ástæðum. Hann fagnaði tilnenfningu Strauss-Kahn og sagði hann búa yfir reynslu, framtíðarsýn og hollustu við almenning. Það væru nauðsynlegir eiginleikar forseta sjóðsins. Strauss-Kahn er 58 ára. Hann sóttist eftir að vera forsetaefni franska jafnaðarmannaflokksins í síðustu forsetakosningum, en Segolene Royal hafði betur. Hann tekur við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1. nóvember næstkomandi og mun gegna því í fimm ár. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands segir tilnefninguna mikinn sigur fyrir franska stjórnmálamenn. Hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að veita þróunarríkjum aðstoð og stuðning til að stuðla að alþjóðlegu fjárhagslegu jafnvægi. Gagnrýnendur segja þó að ríkar þjóðir hafi of mikil áhrif á bankann á kostnað landa í miklum efnahagsblóma, eins og Kína og Indlandi. Strauss-Kahn hefur metnaðarfull markmið um að breyta núverandi fyrirkomulagi og segir valdabandalag Bandaríkjanna og Evrópu á hallanda fæti. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dominique Strauss-Kahn hefur verið tilnefndur nýr framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist hafði verið við því að þessi fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og jafnaðarmaður í flrönskum stjórnmálum fengi stöðuna. Josef Tosovsky fyrrum forsætisráðherra Tékka sóttist einnig eftir starfinu og hafði stuðning Rússa. Strauss-Kahn hafði hins vegar stuðning bæði Evrópu og Bandaríkjanna sem ráða að mestu ríkjum í bankanum. Nýji forsetinn var í Chile þegar ákvörðun stjórnar sjóðsins var tilkynnt. Þar sýndi hann á táknrænan hátt vilja sinn til að leyfa vaxandi hagkerfum þróunarríkja að hafa áhrif á meiriháttar ákvörðunanir bankans. Í tilkynningu sagðist hann vera ákveðinn í að gera nauðsynlegar endurbætur innan bankans hið fyrsta. Þannig gæti fjárhagslegur stöðugleiki komi alheiminum að gagni á sama tíma og hlúð væri að vexti og auknum atvinnutækifærum. Rodrigo de Rato fráfarandi forseti lætur af embætti af persónulegum ástæðum. Hann fagnaði tilnenfningu Strauss-Kahn og sagði hann búa yfir reynslu, framtíðarsýn og hollustu við almenning. Það væru nauðsynlegir eiginleikar forseta sjóðsins. Strauss-Kahn er 58 ára. Hann sóttist eftir að vera forsetaefni franska jafnaðarmannaflokksins í síðustu forsetakosningum, en Segolene Royal hafði betur. Hann tekur við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1. nóvember næstkomandi og mun gegna því í fimm ár. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands segir tilnefninguna mikinn sigur fyrir franska stjórnmálamenn. Hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að veita þróunarríkjum aðstoð og stuðning til að stuðla að alþjóðlegu fjárhagslegu jafnvægi. Gagnrýnendur segja þó að ríkar þjóðir hafi of mikil áhrif á bankann á kostnað landa í miklum efnahagsblóma, eins og Kína og Indlandi. Strauss-Kahn hefur metnaðarfull markmið um að breyta núverandi fyrirkomulagi og segir valdabandalag Bandaríkjanna og Evrópu á hallanda fæti.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent