Viðskipti erlent

Miklar hækkanir í Japan

MYND/AFP

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfum í Japan og komst Nikkei vísitalan í fyrsta skipti í átta vikur yfir 17 þúsund stig. Alls hækkaði Nikkei um 1,2 prósent.

Sérfræðingar telja nú að það versta sé afstaðið í fjármálakreppunni sem reið yfir í heiminn í kjölfar mikils samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði í lok sumars. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnni og hefur það leitt til hækkunar hlutabréfa á mörkuðum víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×