Viðskipti erlent

Aukin bjartsýni meðal evrópskra fjárfesta

MYND/AFP

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7 prósent.

Aukin bjartsýni meðal fjárfesta skýrir að mestu leyti hækkunina í morgun samkvæmt sérfræðingum. Mikill skortur á lánsfé olli því að hlutabréf lækkuðu víða um heim í byrjun september. Nú telja margir að það versta sé afstaðið í þeirri kreppu.

Breska FTSE vísitalan hækkaði um 0,8 prósent. Þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,4 prósent og franska CAC 40 um 0,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×