Viðskipti erlent

Lækkun í Japan

MYND/AFP

Verð á hlutabréfum lækkuðu á hlutabréfamörkuðum í Japan í dag. Hlutabréf í ljósmyndaframleiðslufyrirtækinu Canon hækkuðu hins vegar um 2,6 prósent.

Alls hafði Nikkei vísitalan fallið um 0,28 prósent við lokun markaðar. Hefur hún alls fallið um 2,9 prósent það sem af er þessu ári. TOPIX vísitalan hækkaði hins vegar um 0,09 prósent.

Hlutabréf í Canon hækkuðu um 2,6 prósent og þá hækkuðu hlutabréf í bílaframleiðandanum Mitsubishi Motor Corp um 4,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×