Viðskipti innlent

Straumur ræður yfirmann lánasviðs í Lundúnum

William Fall, forstjóri Straums, segir að bankinn stefni að því að verða sterkur lánveitandi í Evrópu.
William Fall, forstjóri Straums, segir að bankinn stefni að því að verða sterkur lánveitandi í Evrópu. MYND/GVA

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur ráðið Andrew Bernhardt til starfa sem yfirmann lánasviðs félagsins í London.

Bernhardt á að vinna að þróun og eflingu bankans á sviði skuldsettrar fjármögnunar í Evrópu eftir því sem segir í tilkynningu frá bankanum. Haft er eftir William Fall, forstjóra Straums, að bankinn hafi einsett sér að verða sterkur lánveitandi með getu til að sölutryggja alla þætti fjármögnunar auk þess að koma áfram að fjármögnunarverkefnum sem þátttakandi.

Áður en Bernhardt gekk til liðs við Straum starfaði hann sem framkvæmdastjóri á sviði skuldsettrar fjármögnunar hjá GE Commercial Finance frá árinu 2005. Þar áður starfaði hann í 27 ár hjá Barclays-bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×