Viðskipti erlent

Þúsund milljarðar króna í lán

Langar biðraðir mynduðust fyrir utan útibú Northern Rock. Viðskiptavinir vildu taka út peninga þar sem þeir óttuðust að bankinn væri að fara á hausinn.
Langar biðraðir mynduðust fyrir utan útibú Northern Rock. Viðskiptavinir vildu taka út peninga þar sem þeir óttuðust að bankinn væri að fara á hausinn. MYND/AFP

Stjórnendur enska bankans Northern Rock hafa tekið alls um 1000 milljarða króna í lán frá Seðlabanka Englands til að bregðast við lausafjárskorti. Í síðustu viku tók bankinn lán upp á 650 milljarða króna.

Staða Northern Rock bankans hefur farið síversnandi allt frá því að fregnir bárust um miðjan mánuðinn að bankinn hefði fengið neyðarlán hjá Seðlabanka Englands. Í morgun féllu hlutabréf í bankanum um 4,1 prósent á breska hlutabréfamarkaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×