Viðskipti innlent

DHL semur við Skýrr

DHL hefur samið við Skýrr um launaþjónustu og prentvinnslu. Annarsvegar útvistar DHL allri launatengdri starfsemi til Skýrr og hinsvegar mun Skýrr sjá um prentun á ölu útsendu efni DHL.

"Skýrr bauð DHL hagkvæma heildarlausn fyrir báða þessa þjónustuþætti og við snérsníðum þjónustuna fyrir þarfir fyrirtækisins," ," segir Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr. "Skýrr hefur langt skeið boðið atvinnulífinu bæði launaþjónustu og breytilega prentun og pökkun á einum stað í góðu samstarfi við Umslag ehf. Starfsemi okkar hentar vel fyrir þessar lausnir, enda er hún gæða- og öryggisvottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstaðlinum ISO 9001."#






Fleiri fréttir

Sjá meira


×