Fleiri fréttir

Denni Kragh eini Íslendingurinn í jarðarför Pavarottis

Þorsteinn Kragh betur þekktur sem Denni Kragh var eini Íslendingurinn sem var viðstaddur jarðarför stórtenórsins Lucianos Pavarotti þann áttunda september síðastliðinn. Hann segir að athöfnin hafi verið tilkomumikil en um leið látlaus.

Madonna gengur um götur með kynlífsleikfang í hendi

Madonna sást á dögunum halda á glærum plastpoka sem í leyndist kynlífsleikfang. Hún var á leið sinni heim af lúxushóteli í London og gekk eiginmaður hennar, Guy Ritchie, í humátt á eftir henni.

Simon Cowell hefði aldrei hleypt Britney upp á svið

Hinn ofurhreinskilni American Idol og X-Factor dómari, Simon Cowell, hefði aldrei hleypt Britney Spers upp á svið á MTV-verðlaunahátíðinni. "Þetta var versta endurkoma sögunnar" segir hann í samtali við breska blaðið The Sun.

Guðjón Bjarnason með tvær sýningar í New York

Listamaðurinn og arkitektinn Guðjón Bjarnason mun verða með tvær sýningar í New York í haust og vetrarbyrjun. Sú fyrri verður 25. september í SUNY College við Old Westbury á Long Island. Sú síðari er einkasýning á galleríi við 8 Avenue. Á sýningunni í SUNY College verða málverk, skúlptúrar, myndbönd, ljósmyndir og módel af arkitektúr Guðjóns.

Timberlake ofreynir sig

Justin Timberlake hefur neyðst til að fresta tveimur tónleikum í Carlifoniu eftir að læknar ráðlögðu honum að hvíla raddböndin í nokkra daga. Söngvarinn hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarna mánuði og kom síðast fram á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag.

Led Zeppelin kemur saman á ný

Rokkhljómsveitin Led Zeppelin mun að öllum líkindum koma saman á ný en hún hefur ekki spilað opinberlega í nítján ár. Hljómsveitin hætti árið 1980 þegar trommuleikarinn John Bonham dó.

Strákasveitin Luxor ætlar að syngja með Diddú

Ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, Diddú, hefur samþykkt að syngja með Luxor drengjunum á plötunni þeirra sem væntanleg er í haust. Þau ætla að syngja saman lagið I Believe In You sem þekkt er í flutningi Il Divo og Celine Dion.

Móðir Amy Winehouse segist ekki þekkja dóttur sína lengur

Janis Winehouse móðir söngkonunnar Amy Winehouse sem nú er orðin þekkt fyrir ýmislegt annað en sönghæfileika sína segist ekki þekkja dóttur sína lengur. "Ég sendi henni stundum símaskilaboð þar sem ég spyr á hvaða pláhnetu hún sé. Amy er að spila rússneska rúllettu með heilsu sína og tónlistarhæfileika.

Nylon og Sniglabandið í eina sæng

Nýtt lag með Nylon og Sniglabandinu fór í spilun í dag. Lagið heitir Britney og fjallar um litla stúlku sem dreymir um að verða Britney Spears. Friðþjófur Sigurðsson, bassaleikari Sniglabandsins, segir að hlustandi Rásar 2 hafi komið með uppskrift að laginu í þætti Sniglabandsins einhvern sunnudaginn.

Naomi Campbell réttir Victoriu Beckham sáttarhönd

Naomi Campbell ætlar að taka upp tólið og hringja í Victoriu Beckham til að bjóða henni að taka þátt í stjörnum prýddri góðgerðartískusýningu til styrktar fórnarlamba flóðanna í Bretlandi í sumar.

Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn

Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn í Þjóðminjasafninu milli 15 og 16 í dag. Samnefnd sýning með ljósmyndunum sem hún hefur tekið af fötluðum börnum á Íslandi var opnuð í Þjóðminjasafninu um helgina.

Flett ofan af Indiana Jones

Leikarinn ungi Shia LaBeouf glopraði út úr sér nafninu á nýjustu Indiana Jones myndinni á MTV tónlistarhátíðinni í Las Vegas. Allt sem snertir myndina hefur verið vel varðveitt leyndarmál. Eiginlega hefur ekkert verið um hana vitað nema það að Harrison Ford leikur auðvitað aðalhlutverkið. Shia LaBeouf á þar einnig hlutverk og er talið að hann leiki son Indiana Jones.

Það þurfa ekki allir að vera á eins bíl

Athafnamaðurinn Karl Wernersson leynir því ekki þegar hann er spurður að hann sé með bíladellu. Hann á glæsilegan Bentley, kraftmesta Hummer landsins og nú síðast bætti hann glænýjum Benz-jeppa við í safnið. Sá er breyttur af fyrirtækinu Brabus og er hin glæsilegasti. Hemildir Vísis herma að bíll Karls kosti ekki undir 20 milljónum.

Jane Wyman fallin frá

Jane wyman, ein skærasta stjarna Hollywood um miðja síðustu öld, er fallin frá, 90 ára að aldri. Wyman hlaut meðal annars óskarsverðlaunin árið 1949 fyrir leik sinn í myndinni Johnny Belinda þar sem hún lék heyrnalaust fórnarlamb nauðgunar.

Nicky Hilton sýnir hvað í henni býr

Nicky Hilton, systir samkvæmisljónsins Parisar Hilton, sýndi hönnun sína á tískuvikunni í New York um helgina. Þar var vor og sumartískan 2008 til sýnis og gat fólk í skammdeginu borið augum létt og litrík klæði og látið sig dreyma um hækkandi sól. Nicky virtist ánægð með sýninguna en hún hannar undir merkinu Nicholai sem er hennar rétta nafn.

Sonur Bítils aðstoðarmaður Sólveigar Kára

Fyrirsætan Sólveig Káradóttir, dóttir Kára Stefánssonar forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, er um þessar mundir stödd hér á landi ásamt Dhani nokkrum Harrison sem er enginn annar en sonur Bítilsins sáluga, Georges Harrison.

Engar áhyggjur af húsnæðismálum

Nú líður að upphafi nýs leikárs hjá Þjóðleikhúsinu en fyrsta frumsýningin þar innandyra verður þann 27. september. Áður verða frumsýningar í Kassanum og Kúlunni fyrr í þessum mánuði eins og fram hefur komið. Stillansarnir verða þó ekki farnir utan af Þjóðleikhúsinu fyrr en í lok október. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir að hún hafi engar áhyggjur af húsnæðismálum leikhússins.

Rokkarar í hár saman á MTV hátíðinni

Rokkararnir Tommy Lee og Kid Rock eiga það sameiginlegt að hafa vera giftir ofurbombunni Pamelu Anderson. Þau þrjú voru öll samankomin á MTV-verðlaunahátíðinni í Las Vegas í gær og fór spennan á milli þeirra upp úr öllu valdi sem endaði með því að rokkararnir lentu í slag.

Gestir á Grand tóku feil á lögreglu- og borgarstjóra

Gestir á menninarbúllunni Grand rokk ráku upp stór augu á föstudagskvöldið því nokkrir þeirra töldu að Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri væri mættur á svæðið í einkennisbúningi lögreglustjóra. Þar reyndist hinsvegar Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri á ferð ásamt Stefán Eiríkssyni lögreglustjóra og Jóni H.B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra.

Ritstjóri selur glæsivillu á nesinu

Ritstjórinn góðkunni Jónas Kristjánsson er búinn að setja einbýlishús sitt að Fornuströnd á sölu. Húsið sem er 242 fermetrar er allt teiknað af arkitektunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum og þar með talinn húsbúnaður. Húsið kostar 110 milljónir og úr því er einstakt sjávarútsýni auk þess sem 1100 fermetra eignarlóð fylgir.

Slök frammistaða hjá Britney

Flutningur Britney Spears á MTV-verðlaunahátíðinni í Las Vegas sem haldin var í gærkvöldi vakti ekki mikla lukku. Britney hefur ekki komið opinberlega fram á jafn stórum viðburði í þrjú ár og átti flutningurinn að marka nýtt upphaf hjá popp prinsessunni.

Pavarotti aftur á vinsældarlista í Bretlandi

Sala á hljómplötudiskum með ítalska óperusöngvaranum Luciano Pavarotti hefur aukist í gríðarleg í Bretlandi í kjölfar andláts hans. Upptaka með Pavarotti þar sem hann syngur aríuna Nessun Dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini stökk um helgina úr 160. sæti breska vinsældarlistans í það 24.

Top Gear stjarna mættur aftur til leiks eftir slys

Breska sjónvarpsstjarnan og bílaáhugamaðurinn Richard Hammond er augljóslega ekki hræddur við að storka örlögunum. Nýverið tók hann þátt í áhættuatriði fyrir sjónvarpsþáttinn Top Gear aðeins ári eftir að hann lenti í hræðilegu slysi sem nærri dró hann til dauða.

Efast um ritsnilld Shakespears

Bresku leikararnir Sir Derek Jacobi og Mark Rylance hafa ýtt úr vör umræðu í Bretlandi um það hvort William Shakespear hafi í raun skrifað þau leikrit sem hann er skráður fyrir. Tæplega þrjú hundruð manns hafa nú þegar skrifað undir yfirlýsingu þar sem stórlega er efast um að svo sé.

Paris Hilton krefst skaðabóta

Paris Hilton hefur höfðað mál á hendur bandaríska fyrirtækinu Hallmark Cards sem sérhæfir sig útgáfu kveðjukorta. Paris heldur því fram að fyrirtækið hafið notað mynd af henni á einu kortanna í leyfisleysi. Krefst hún skaðabóta upp á tæpar sjö milljónir króna.

Cate Blanchett valin besta leikkonan í Feneyjum

Leikkonan Cate Blanchett var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni I'm Not There. Þá var Brad Pitt valinn besti leikarinn í aðahlutverki fyrir leik sinn í myndinni The Assassination of Jesse James.

Foxy Brown brýtur skilorð

Bandaríska rapparanum Foxy Brown hefur verið gert að taka út eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm. Upphaflega var Foxy dæmd í eins árs skilorðsbundið fangelsi árið 2004 eftir að hún gekk í skrokk tveimur starfsmönnum á snyrtistofu. Í síðasta mánuði rauf Foxy hins vegar skilorðið þegar hún réðst á nágranna sinn.

Harry Potter: Enginn töframaður í rúminu

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem er þekktastur fyrir að leika Harry Potter, viðurkenndi á blaðamannfundi í vikunni að hann væri ekki mikill töframaður í rúminu. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar December Boys þar sem Radcliffe fer með eitt aðahlutverkið.

Chris Cornell með hita og áritar ekki í dag

Chris Cornell hefur afboðað komu sína í verslun Skífunnar á Laugarvegi í dag. Til stóð að söngvarinn myndi árita plötur sínar í búðinni en hann vaknaði með hita í morgun og treystir sér ekki til þess að mæta. þess í stað mun Cornell mæta í Skífuna á morgun klukkan fjögur.

Mun leggja sérstaka áherslu á rauða bíla

Þjóðfélagsrýnirinn Andrés Jónsson sem síðast stofnaði Eyjuna.is í félagi við Pétur Gunnarsson hefur verið ráðinn sem kynningarstjóri hjá B&L. Andrés hefur mikið starfað fyrir Samfylkinguna í gegnum árin og meðal annars verið formaður ungra jafnaðarmanna og kosningastjóri Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar.

Garðar Thor á styrktartónleikum í Jersey

Garðar Thór Cortes er nú á leið til Jersey á Ermasundi þar sem hann kemur fram á styrktartóleikum með Kiri Te Kanawamun. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar sjóði sem Kanawamun stofnaði en tilgangur hans að styðja við ungt tónlistarfólk frá Nýja Sjálandi.

Doherty gefur kettinum sínum krakk

Vinir dóphaussins Pete Doherty fengu á dögunum nóg af illri meðferð söngvarans á litlum kettlingi sem hann hefur gert háðan krakki. Þeir ákváðu því að leka mynd af honum og kettinum á netið. Söngvarinn hefur hannað litla pípu og sést hann á myndinni leggja hana yfir vit kattarins og láta hann anda reiknum að sér.

Nektarmynd af ungstirni lekið út á netið

Nektarmynd með hinni átján ára Vanessu Hudgens, sem hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hafa gert það gott í High School Musical þáttaröðinni, hefur verið lekið út á netið. Á myndinni sést stúlkan kviknakin á hótelherbergi.

Diddú aftur í óperuna eftir átta ára fjarveru

Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú mun stíga á fjalirnar í Íslensku óperunni í vetur en þar hefur hún ekki komið fram síðan vorið 1999. Ekki er þó um óperu í fullri lengd að ræða heldur mun hún taka þátt í leikrænu óperuferðalagi þar sem frægar óperusenur verða teknar fyrir.

Zellweger fallin fyrir McCartney

Bridget Jones stjarnan Renee Zellweger hefur viðurkennt að vera skotin í Bítlinum Paul McCartney. Skötuhjúin sáust fyrst saman á tónleikum í síðustu viku og skömmu síðar á rómantískum veitingastað í New York.

London skal barnið heita

Eitthvað er farið að klingja í samkvæmisljóninu Paris Hilton. Hún lætur sig dreyma um börn og buru og er strax búin að ákveða nafn. "Ef ég myndi eignast barn þá ætti það að heita London," hefur hún látið hafa eftir sér. "Ég átti nefnilega einu sinni kött sem hét London. Svo finnst mér Paris Jr. líka fallegt.

Britney með opnunaratriði á MTV verðlaunahátíðinni

Poppdívan Britney Spears mun troða upp á MTV verðlaunahátíðinni í Las Vegas á sunnudag. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur fram á jafn stórum viðburði í þrjú ár. Britney mun taka lagið Gimme More sem nýlega kom út á smáskífu

Lindsay hittir föður sinn eftir langan aðskilnað

Lindsay Lohan sem dvelur nú á meðferðarheimi í Utah fékk föður sinn, Michael Lohan, í heimsókn á miðvikudaginn. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þau feðgin hafa ekki hisst í rúmlega tvö ár, eða síðan Michel var settur í steininn.

Þóra kveður Framnesveginn með söknuði

Þóra Sigurðardóttir, eða Þóra í Stundinni okkar, er eins og margir vita búin að söðla um. Hún dvelur nú langdvölum á Bahamas og hefur því ákveðið að selja raðhús sitt við Framnesveg. Um er að ræða eitt af sögufrægustu húsum Reykjavíkur sem kölluð eru Bankahús. Þau voru reist árið 1926 og voru fyrstu raðhúsin í Reykjavík.

Ekki lengur eftirsóttur í undirfatasýningar

Heiðar snyrtir hefur starfað sem flugþjónn um margra ára skeið og hefur verið fyrsta freyja hjá Iceland Express undanfarin sumur. Heiðar ætlar að starfa áfram hjá félaginu í vetur en þó einungis í hálfu starfi á móti kynningarstarfi á snyrtivörum fyrir Forval.

Morðingjarnir elskuðu mig

Paris Hilton eignaðist nokkra óvænta vini á meðan hún dvaldi í fangelsi fyrr á árinu fyrir umferðarlagabrot. Hún segist hafa orðið snortin þegar samfangar hennar sögðu henni að hún ætti ekki heima þarna. "Við vorum öll í klefunum okkar og spjölluðum á milli. Fangarnir sögðust elska mig og báðu guð að blessa mig.

Fyrrum verkalýðsforkólfur orðinn verkamaður hjá Alcoa

"Ég skrapp að heimann fyrir 30 árum síðan og er nú kominn aftur," segir Björn Grétar Sveinsson fyrrum formaður Verkamannasambandsins en hann er nú orðnn verkamaður í álveri Alcoa á Reyðarfirði. "Við hjónin keyptum okkur hús á Eskifirði í sumar með útsýni yfir allan fjörðinn og inn dalinn þannig að ég hef ekki undan neinu að kvara."

Sjá næstu 50 fréttir