Lífið

Foxy Brown brýtur skilorð

Rapparinn Foxy Brown
Rapparinn Foxy Brown MYND/GettyImages

Bandaríska rapparanum Foxy Brown hefur verið gert að taka út eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm. Upphaflega var Foxy dæmd í eins árs skilorðsbundið fangelsi árið 2004 eftir að hún gekk í skrokk tveimur starfsmönnum á snyrtistofu. Í síðasta mánuði rauf Foxy hins vegar skilorðið þegar hún réðst á nágranna sinn.

Dómarinn sem dæmdi Foxy Brown sagði fyrir rétti í New York í gær að þolinmæði hans væri á þrotum. Því hefði hann ákveðið að láta Foxy taka út refsingu sína.

Foxy hefur mörgum sinnum áður komist í kast við lögin og þá aðallega vegna líkamsárása. Fyrr á þessu ári réðst hún á starfsmann á hárgreiðslustofu með því að kasta hárlími í hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.