Lífið

Fyrrum verkalýðsforkólfur orðinn verkamaður hjá Alcoa

Björn Grétar Sveinsson: Kominn á heimaslóðir eftir 30 ára fjarveru.
Björn Grétar Sveinsson: Kominn á heimaslóðir eftir 30 ára fjarveru.

"Ég skrapp að heimann fyrir 30 árum síðan og er nú kominn aftur," segir Björn Grétar Sveinsson fyrrum formaður Verkamannasambandsins en hann er nú orðnn verkamaður í álveri Alcoa á Reyðarfirði. "Við hjónin keyptum okkur hús á Eskifirði í sumar með útsýni yfir allan fjörðinn og inn dalinn þannig að ég hef ekki undan neinu að kvara."

Björn Grétar segir að nýja starfið leggist alveg ljómandi vel í hann. "Ég hef lokið fjögurra vikna námskeiði hér og er byrjaður á vöktum í álverinu," segir hann. "Og vinnustaðurinn er í aðeins sjö mínútna fjarlægð ef ég ek á löglegum hraða."

Frá því að Björn Grétar lét af störfum hjá Verkamannasambandinu fyrir nokkrum árum síðan hefur hann unnið ýmis störf en Björn er menntaður húsasmíðameistari. "Maður dettur ekki bara niður dauður þó maður láti af háu embætti," segir hann og lýsir enn og aftur yfir ánægju sinni með að vera kominn aftur á heimaslóðir en Björn Grétar er ættaður frá Eskifirði.

"Það er líka alveg ævintýralegt það sem er að gerast í atvinnumálum hér á svæðinu og gaman að vera þátttakandi í því," segir Björn Grétar um leið og hann setur upp öryggishjálminn og heldur á næstu vakt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.