Lífið

Cate Blanchett valin besta leikkonan í Feneyjum

Leikkonan Cate Blanchett.
Leikkonan Cate Blanchett. MYND/AFP

Leikkonan Cate Blanchett var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni I'm Not There. Þá var Brad Pitt valinn besti leikarinn í aðahlutverki fyrir leik sinn í myndinni The Assassination of Jesse James.

Kvikmynd leikstjórans Ang Lee Lust,Caution vann Gullna Ljónið fyrir bestu myndina en Lee hefur áður unnið þessi verðlaun með myndinni Brokeback Mountain.

Hvorki Cate Blanchett né Brad Pitt voru viðstödd verðlaunaafhendinguna en Blanchett sendi þakkarskeyti til hátíðargesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.