Segir sögur með timbri Starri Freyr Jónsson skrifar 6. júní 2016 12:00 ,,Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann,“ segir Örn Hackert. Veggurinn er hans verk. MYND/STEFÁN Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi. Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undanfarin ár eru hillur, veggir, myndarammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁNSkemmtileg verkefni Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn. „Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá. Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barbershop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“Timbur í uppáhaldi Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi. „Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“ Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“Næg verkefni framundan Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni. „Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. Hönnun Arnar má sjá á Facebook.Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi. Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undanfarin ár eru hillur, veggir, myndarammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁNSkemmtileg verkefni Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn. „Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá. Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barbershop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“Timbur í uppáhaldi Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi. „Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“ Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“Næg verkefni framundan Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni. „Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. Hönnun Arnar má sjá á Facebook.Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira