Lífið

Slök frammistaða hjá Britney

MYND/Getty

Flutningur Britney Spears á MTV-verðlaunahátíðinni í Las Vegas sem haldin var í gærkvöldi vakti ekki mikla lukku. Britney hefur ekki komið opinberlega fram á jafn stórum viðburði í þrjú ár og átti flutningurinn að marka nýtt upphaf hjá popp prinsessunni.

Britney tróð upp í bikiní og stígvélum einum fata og virtist henni líða illa á sviðinu. Hún var að sögn gagnrýnenda taugaóstyrk, í lélegu formi og átti erfitt með að fylgja textanum eftir, sem augljóslega var á bandi.

Eitthvað vandræðaleg að sjáMYND/Getty

Fréttaritari BBC fréttastofunnar á staðnum segir atriðið eitt það versta í sögu MTV verðlaunanna. Bloggkonungurinn Perez Hilton segir hana algerlega hafa klúðrað atriðinu. "Allir vita að söngurinn er á bandi en það er af því venjulega dansar hún svo mikið. Núna hreyfði hún sig varla en samt tókst henni að klúðra textanum."

Sigurvegari hátíðarinnar var án efa fyrrverandi kærasti Britney, Justin Timberlake, en hann sópaði til sín fjórum verðlaunum, þar á meðal sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.