Lífið

Móðir Amy Winehouse segist ekki þekkja dóttur sína lengur

MYND/Getty

Janis Winehouse, móðir söngkonunnar Amy Winehouse sem nú er orðin þekkt fyrir ýmislegt annað en sönghæfileika sína, segist ekki þekkja dóttur sína lengur. "Ég sendi henni stundum símaskilaboð þar sem ég spyr á hvaða pláhnetu hún sé. Amy er að spila rússneska rúllettu með heilsu sína og tónlistarhæfileika. Hún er algerlega búin að týna sjálfri sér og ég þekki hana ekki lengur."

Janis segist hafa vitað að Amy reykti marijuana en ekki að hún væri í harðari efnum. Hún komst ekki að því fyrr en hún var lögð inn vegna ofneyslu fyrir nokkrum vikum.

"Hún mun ekki hætta fyrr en hún finnur þörfina hjá sjálfri sér. Ég veit hvernig fíkniefni heltaka fólk og það þýðir ekkert að ræða þetta við hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.