Lífið

Engar áhyggjur af húsnæðismálum

Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri: Endurbætur Þjóðleikhússins á áætlun.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri: Endurbætur Þjóðleikhússins á áætlun.

Nú líður að upphafi nýs leikárs hjá Þjóðleikhúsinu en fyrsta frumsýningin þar innandyra verður þann 27. september. Áður verða frumsýningar í Kassanum og Kúlunni fyrr í þessum mánuði eins og fram hefur komið. Stillansarnir verða þó ekki farnir utan af Þjóðleikhúsinu fyrr en í lok október. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir að hún hafi engar áhyggjur af húsnæðismálum leikhússins.

"Það er búið að ganga frá öllum gluggum á húsinu og búið að steina austurgafl þess," segir Tinna Gunnlaugsdóttir í samtali við Vísi. "Sjálf steiningin tekur stuttan tíma en töluverður tími fer í að undirbúa hana. Og það má ekki vera rok og rigning meðan á undirbúningi stendur."

Aðpurð um hvort veðurguðirnir geti ekki sett strik í reikingin hvað varðar verklokin segir Tinna að hún hafi ekki áhyggjur af því. "Skilin á verkinu í lok október voru áætluð nokkuð rúmt þannig að þetta á að hafast," segir hún.

Fyrsta frumsýnging vetrarins þann 27. september í sjálfu Þjóðleikhúsinu er á íslenskri leikgerð verksins Hamskiptin eftir Franz Kafka en Vesturport setti þetta stykki upp á ensku í London á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.