Lífið

Timberlake ofreynir sig

Stoltur verðlaunahafi
Stoltur verðlaunahafi MYND/Getty

Justin Timberlake hefur neyðst til að fresta tveimur tónleikum í Carlifoniu eftir að læknar ráðlögðu honum að hvíla raddböndin í nokkra daga.

Söngvarinn hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarna mánuði og kom síðast fram á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Hann mun hafa reynt of mikið á raddböndin í þéttri tónleikadagskrá og hefur því frestað næstu tónleikum fram í lok september.

Timberlake nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og sópaði til sín fjórum verðlaunum á sunnudag þar á meðal sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.