Lífið

Lindsay hittir föður sinn eftir langan aðskilnað

Lindsay mun eiga tvær vikur eftir af áfengis- og vímuefnameðferðinni
Lindsay mun eiga tvær vikur eftir af áfengis- og vímuefnameðferðinni MYND/Getty

Lindsay Lohan sem dvelur nú á meðferðarheimi í Utah fékk föður sinn, Michael Lohan, í heimsókn á miðvikudaginn. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þau feðgin hafa ekki hisst í rúmlega tvö ár, eða síðan Michel var settur í steininn.

Hann losnaði úr fangelsi í mars síðastliðinn eftir að hafa setið inni í tvö ár meðal annars fyrir umferðarlagabrot. Foreldrar Lindsay hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið og hafa börn þeirra lent á milli. Michael hefur lýst yfir vilja sínum um að hann vilji sættast við dóttur sína og var ákveðið að láta verða af heimsókninni.

Michel LohanMYND/Getty

"Hún þurfti á þessu að halda" segir Dina móðir hennar. "Þetta er liður í meðferðinni. Ég er ánægð með þetta fyrir hennar hönd. Þetta er nú einu sinni pabbi hennar þrátt fyrir allt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.