Lífið

Morðingjarnir elskuðu mig

Fær ekki blessun Pitts
Fær ekki blessun Pitts MYND/Getty

Paris Hilton eignaðist nokkra óvænta vini á meðan hún dvaldi í fangelsi fyrr á árinu fyrir umferðarlagabrot. Hún segist hafa orðið snortin þegar samfangar hennar sögðu henni að hún ætti ekki heima þarna.

"Við vorum öll í klefunum okkar og spjölluðum á milli. Fangarnir sögðust elska mig og báðu guð að blessa mig. Einn sagði að það væri fáránlegt að ég sæti inni. Hann sagðist sitja inni fyrir morð og skildi ekki hvað væri eiginlega í gangi."

Þó eru ekki allir eins hrifnir af dömunni en Brad Pitt lét hafa það eftir sér í nýlegu viðtali við tímaritið Details að hann þoldi ekki Paris og að hún kveikti ekkert í honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.