Lífið

Chris Cornell með hita og áritar ekki í dag

Chris Cornell hefur afboðað komu sína í verslun Skífunnar á Laugarvegi í dag. Til stóð að söngvarinn myndi árita plötur sínar í búðinni en hann vaknaði með hita í morgun og treystir sér ekki til þess að mæta. þess í stað mun Cornell mæta í Skífuna á morgun klukkan fjögur.

Cornell, sem gert hefur garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Soundgarden og Audioslave heldur tónleika í Laugardalshöll á laugardaginn kemur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.