Lífið

Pavarotti aftur á vinsældarlista í Bretlandi

Luciano Pavarotti.
Luciano Pavarotti. MYND/AFP

Sala á hljómplötudiskum með ítalska óperusöngvaranum Luciano Pavarotti hefur aukist í gríðarleg í Bretlandi í kjölfar andláts hans. Upptaka með Pavarotti þar sem hann syngur aríuna Nessun Dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini stökk um helgina úr 160. sæti breska vinsældarlistans í það 24.

Arían hefur lengið verið vinsæl meðal knattspyrnuunnenda eða allt frá því að Pavarotti söng hana á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem fram fór á Ítalíu árið 1990. Arían var síðan spiluð þegar Pavarotti var borin til grafar í gær.

Luciano Pavarotti lést á fimmtudaginn í síðustu viku eftir eins árs baráttu við krabbamein. Hann var borinn til grafar í heimabæ sínum Modenna á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.