Lífið

Garðar Thor á styrktartónleikum í Jersey

MYND/Getty

Garðar Thór Cortes er nú á leið til Jersey á Ermasundi þar sem hann kemur fram á styrktartóleikum með Kiri Te Kanawamun. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar sjóði sem Kanawamun stofnaði en tilgangur hans að styðja við ungt tónlistarfólk frá Nýja Sjálandi.

Í kjölfarið heldur Garðar til London þar sem hann mun halda mun halda einsöngstónleika í listamiðstöðinni Barbican Center. Miðstöðin er talinn einn besti tónleikasalur í heimi og í henni hafa bæði London Symphony Orchestra og BBC Symphony Orchestra aðsetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.