Lífið

Það þurfa ekki allir að vera á eins bíl

Karl Wernersson er fagurkeri eins og sést á þessari mynd þar sem hinn nýi Benz og Bentleyinn standa í innkeyrslunni.
Karl Wernersson er fagurkeri eins og sést á þessari mynd þar sem hinn nýi Benz og Bentleyinn standa í innkeyrslunni. MYND/RÓSA

Athafnamaðurinn Karl Wernersson leynir því ekki þegar hann er spurður að hann sé með bíladellu. Hann á glæsilegan Bentley, kraftmesta Hummer landsins og nú síðast bætti hann glænýjum Benz-jeppa við í safnið. Sá er breyttur af fyrirtækinu Brabus og er hin glæsilegasti. Hemildir Vísis herma að bíll Karls kosti ekki undir 20 milljónum.

Hinn breytti Benz, sem er upphaflega GL 500, er á 22'' felgum, vélin hefur verið stækkuð og krafturinn aukinn í rúm 500 hestöfl. Brabus selur flesta sína bíla til Austur Evrópu, nánar tiltekið til Rússlands, þar sem þeir hafa verið gríðarlega vinsælir hjá mafíósum í Moskvu. Þegar Karl var spurður út í þá staðreynd þá hló hann dátt. Hann sagði þetta góðan sjö manna bíl sem hann hefði fallið fyrir eftir að hafa prófað samskonar bíl hjá vini sínum.

Undanfarið hefur mátt sjá flesta fyrirmenn landsins keyra um Range Rover jeppum en fáir eiga Brabus-breyttan Benz. "Það þurfa ekki allir að vera á eins bíl," segir Karl.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.