Lífið

Ritstjóri selur glæsivillu á nesinu

Húsið er stórglæsilegt
Húsið er stórglæsilegt

Ritstjórinn góðkunni Jónas Kristjánsson er búinn að setja einbýlishús sitt að Fornuströnd á sölu. Húsið sem er 242 fermetrar er allt teiknað af arkitektunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum og þar með talinn húsbúnaður. Húsið kostar 110 milljónir og úr því er einstakt sjávarútsýni auk þess sem 1100 fermetra eignarlóð fylgir.

 

Jónas var lengi ritstjóri DVMYND/365

Jónas segist vissulega koma til með að sakna hússins en í því hefur hann búið allt frá því að það var byggt árið 1972. Jónas og kona hans, Kristín Halldórsdóttir, eiga íbúðarhús og jörð að Kaldbaki í Hrunamannahreppi auk þess sem þau eiga hús norður í landi. Þau munu því hafa þak yfir höfuðið ef salan gengur eftir.

Jónas segir þó ekki ákveðið hvort þau hjónin muni flytja í sveitina en þau eru mikið í hestamennsku og dvelja langdvölum úti á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.