Lífið

Denni Kragh eini Íslendingurinn í jarðarför Pavarottis

Denni segir að athöfnin hafi verið tilkomumikil en um leið látlaus
Denni segir að athöfnin hafi verið tilkomumikil en um leið látlaus MYND/365

Þorsteinn Kragh betur þekktur sem Denni Kragh var eini Íslendingurinn sem var viðstaddur jarðarför stórtenórsins Lucianos Pavarotti þann áttunda september síðastliðinn. Hann segir að athöfnin hafi verið tilkomumikil en um leið látlaus.

Denni hefur lengi starfað sem umboðsmaður og tónleikahaldari og hefur bæði flutt inn þá José Carreras og Placido Domingo en þeir voru ásamt Pavarotti nefndir tenórarnir þrír.

Denni hefur dvalið í fríi á Ibiza í sumar en tók flugið til Mondena á Ítalíu til að vera viðstaddur jarðaförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.