Lífið

Ekki lengur eftirsóttur í undirfatasýningar

MYND/365

Heiðar snyrtir hefur starfað sem flugþjónn um margra ára skeið og hefur verið fyrsta freyja hjá Iceland Express undanfarin sumur. Heiðar ætlar að starfa áfram hjá félaginu í vetur en þó einungis í hálfu starfi á móti kynningarstarfi á snyrtivörum fyrir Forval.

Heiðar býður líkt og á jörðu niðri upp á ýmsan söluvarning í háloftunum en hann segir það nokkuð örðuvísi en heima á Íslandi þar sem allir vita hver hann er. "Í fluginu eru oft 70 prósent farþega útlendingar og þeim finnst ekkert sérstaklega mikið varið í þennan feita og ljóta kall." Heiðar segist satt best að segja oft bera ungu og sætu flugfreyjunum fyrir sig og láta þær um að kjassa útlendingana.

"Annars er þetta alltaf mjög svipað," bætir hann við. "Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur beðinn um að sýna sundskýlur og nærföt. Það hefur bara alveg dottið út og ég skil eiginlega ekkert í því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.