Lífið

Led Zeppelin kemur saman á ný

Hljómsveitin árið 1973
Hljómsveitin árið 1973 MYND/Getty

Rokkhljómsveitin Led Zeppelin mun að öllum líkindum koma saman á ný en hún hefur ekki spilað opinberlega í nítján ár. Hljómsveitin hætti árið 1980 þegar trommuleikarinn John Bonham dó.

Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones ætla nú að halda eina tónleika og hafa þeir fengið son Bonham's, Jason, til að spila á trommur.

Yfirlýsingu frá tónleikahaldaranum Harvey Goldsmith er að vænta í dag en talið er að tónleikarnir muni fara fram á O2 í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.