Lífið

London skal barnið heita

MYND/Getty

Eitthvað er farið að klingja í samkvæmisljóninu Paris Hilton. Hún lætur sig dreyma um börn og buru og er strax búin að ákveða nafn. "Ef ég myndi eignast barn þá ætti það að heita London," hefur hún látið hafa eftir sér. "Ég átti nefnilega einu sinni kött sem hét London. Svo finnst mér Paris Jr. líka fallegt. Ég elska börn og vil eignast að minnsta kosti þrjú eða fjögur," segir ofurskvísan.

Hún viðurkennir þó að fyrst þurfi hún að eignast kærasta en hún hefur verið einhleyp um nokkurt skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.