Lífið

Diddú aftur í óperuna eftir átta ára fjarveru

Diddú mun þenja raddböndin í óperunni í vetur
Diddú mun þenja raddböndin í óperunni í vetur MYND/365

Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú mun stíga á fjalirnar í Íslensku óperunni í vetur en þar hefur hún ekki komið fram síðan vorið 1999. Ekki er þó um óperu í fullri lengd að ræða heldur mun hún taka þátt í leikrænu óperuferðalagi þar sem frægar óperusenur verða teknar fyrir.

Ásamt Diddú munu þeir Bjarni Thor Kristinsson og Ágúst Ólafsson taka þátt í sýningunni og segir hún þau koma til með að bregða sér í allra kvikinda líki.

Diddú segir margar ástæður fyrir hinu langa hléi og að þær snúist bæði um tímaleysi og árekstra við annað. Hún segir þó að nú sé breytinga að vænta og geta Íslendingar átt von á því að sjá hana í óperu í fullri lengd strax á þarnæsta leikári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.