Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 15:05 Fólk á hliðarlínunni náði myndum af Guðmundi hlaupa berfættur á malbikinu. Hann birti síðan myndir af blóðugum tám sínum eftir hlaupið. Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“ Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira