Lífið

Top Gear stjarna mættur aftur til leiks eftir slys

Richard Hammond.
Richard Hammond. MYND/365

Breska sjónvarpsstjarnan og bílaáhugamaðurinn Richard Hammond er augljóslega ekki hræddur við að storka örlögunum. Nýverið tók hann þátt í áhættuatriði fyrir sjónvarpsþáttinn Top Gear aðeins ári eftir að hann lenti í hræðilegu slysi sem nærri dró hann til dauða.

Í áhættuatriðinu keppir Richard Hammond í kappakstri við Typhoon herþotu á flugvelli í Coningsby í Lincolnskíri á Englandi. Sjálfur var Richard undir stýri á Bugatti Veyron bifreið sem getur náð allt að 400 kílómetra hraða á klukkustund. Atriðið gekk vel og Richard slapp að þessu sinni ómeiddur.

Richard var nærri dauða en lífi fyrir ári síðan við upptökur á Top Gear þætti eftir að hann missti stjórn á bifreið á rúmlega 400 kílómetra hraða. Bíllinn fór margar veltur áður en hann hafnaði loks á hvolfi. Hlaut Richard alvarlega höfuðáverka og lá í margar vikur á spítala. Hann hefur nú jafnað sig að fullu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.