Lífið

Birkhead ánægður með að hafa glatt dóttur sína á afmælisdaginn

Gestirnir streymdu inn í afmælisveisluna
Gestirnir streymdu inn í afmælisveisluna MYND/AP

Dannielynn Hope Marshall Birkhead, dóttur Önnu Nicole Smith sem lést fyrr á þessu ári, var haldin heljarinnar afmælisveisla um helgina. Veislan var haldin í Louisville sem er heimabær Larry Birkhead föður Danielynn.

Stúlkan átti afmæli þann 7. september og var um 200 gestum boðið. Löng röð myndaðist fyrir utan samkomustaðinn og komu gestir klyfjaðir gjöfum. Þeir þurftu þó að skrifa undir loforð þess efnis að þeir myndu ekki taka upp myndavél í boðinu auk þess að skilja farsíma sína eftir við innganginn.

Birkhed var ánægður með veisluna og sagði gaman að hafa séð bros færast yfir andlit Dannielynn eftir allt sem hún hefur mátt þola á sinni stuttu ævi.

 

Ekkert minna en stærðarinnar afmæliskökublaðra hæfir Dannielynn litluMYND/AP

Móðir hennar Anna Nicole Smith lést þann 8. febrúar síðastliðinn eftir ofneyslu eiturlyfja. Í kjölfarið upphófst forræðisdeila á milli Birkhead og Howard Stern sem átti í ástarsambandi við Önnu Nicole undir það síðasta. Birkhead vann þá deilu eftir að niðurstaða DNA-rannsóknar leiddi í ljós að hann væri faðirinn.

Síðasta áfallið er útspil blaðakonunnar Ritu Crosby sem heldur því fram í nýrri bók sinni að þeir Birkhead og Stern séu samkynhneigðir ástmenn sem hafi lagt á ráðin um að komast yfir auðævi Önnu Nicole. Því neita þeir báðir og hafa undirbúið málsókn á hendur Crosby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.