Lífið

Paris Hilton krefst skaðabóta

MYND/AFP

Paris Hilton hefur höfðað mál á hendur bandaríska fyrirtækinu Hallmark Cards sem sérhæfir sig útgáfu kveðjukorta. Paris heldur því fram að fyrirtækið hafið notað ímynd hennar á einu kortanna í leyfisleysi. Krefst hún skaðabóta upp á tæpar sjö milljónir króna.

Á kortinu er mynd af konu sem líkist Paris Hilton. Þar má ennfremur sjá skrifað: „Fyrsti dagur Parisar sem þjónustustúlka." Að mati Parisar Hilton er fyrirtækið með þessu að græða pening á hennar ímynd í leyfisleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.