Þóra kveður Framnesveginn með söknuði 6. september 2007 16:31 Þóra Sigurðardóttir, eða Þóra í Stundinni okkar, er eins og margir vita búin að söðla um. Hún dvelur nú langdvölum á Bahamas og hefur því ákveðið að selja raðhús sitt við Framnesveg. Um er að ræða eitt af sögufrægustu húsum Reykjavíkur sem kölluð eru Bankahús. Þau voru reist árið 1926 og voru fyrstu raðhúsin í Reykjavík. Þóra segir það vera gert með töluverðum trega að setja húsið á sölu. Hún keypti það árið 2005 um það leyti sem hún og Völundur Snær, eiginmaður hennar, kynntust. "Húsið var varla íbúðarhæft en Völli kom sterkur inn" segir Þóra en þau hjónin réðust í miklar framkvæmdir. Þau reka nú veitingastað á Bahamas og eru sest þar að. Þóra segir nóg fyrir þau að eiga lítið afdrep hér heima og var því ákvörðun tekin um að selja. "Við eigum þó margar af okkar bestu minningum frá Framnesveginum. Þarna vorum við í tilhugalífinu og svo þegar við opnuðum brúðargjafirnar," segir hún og hlær. Veitingastaður þeirra hjóna á Bahamas heitir Sabor og hefur hann náð miklum vinsældum. Þar er hægt að fá allt frá hamborgurum upp í nýveiddan fisk sem þau hjónin veiða stundum sjálf í soðið. Þóra lætur Völund þó að mestu leyti um eldamennskuna en hún fær að hafa puttana í flestu öðru og hefur mikið haft að segja um útlit staðarins sem er hinn glæsilegasti með útsýni yfir hafið. Hjónin eru svo búin að festa kaup á öðrum stað sem er niðri við strönd og eru um þessar mundir að gera hann kláran. Þóra er þó með fleira á prjónunum en hún er að skrifa unglingabók ásamt Mörtu Maríu Jónasdóttur sem kemur út hjá Sölku fyrir jólin. Bókin heitir Ef þú bara vissir en þær stöllur skrifuðu síðast Djöflatertuna sem kom út árið 2005. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Þóra Sigurðardóttir, eða Þóra í Stundinni okkar, er eins og margir vita búin að söðla um. Hún dvelur nú langdvölum á Bahamas og hefur því ákveðið að selja raðhús sitt við Framnesveg. Um er að ræða eitt af sögufrægustu húsum Reykjavíkur sem kölluð eru Bankahús. Þau voru reist árið 1926 og voru fyrstu raðhúsin í Reykjavík. Þóra segir það vera gert með töluverðum trega að setja húsið á sölu. Hún keypti það árið 2005 um það leyti sem hún og Völundur Snær, eiginmaður hennar, kynntust. "Húsið var varla íbúðarhæft en Völli kom sterkur inn" segir Þóra en þau hjónin réðust í miklar framkvæmdir. Þau reka nú veitingastað á Bahamas og eru sest þar að. Þóra segir nóg fyrir þau að eiga lítið afdrep hér heima og var því ákvörðun tekin um að selja. "Við eigum þó margar af okkar bestu minningum frá Framnesveginum. Þarna vorum við í tilhugalífinu og svo þegar við opnuðum brúðargjafirnar," segir hún og hlær. Veitingastaður þeirra hjóna á Bahamas heitir Sabor og hefur hann náð miklum vinsældum. Þar er hægt að fá allt frá hamborgurum upp í nýveiddan fisk sem þau hjónin veiða stundum sjálf í soðið. Þóra lætur Völund þó að mestu leyti um eldamennskuna en hún fær að hafa puttana í flestu öðru og hefur mikið haft að segja um útlit staðarins sem er hinn glæsilegasti með útsýni yfir hafið. Hjónin eru svo búin að festa kaup á öðrum stað sem er niðri við strönd og eru um þessar mundir að gera hann kláran. Þóra er þó með fleira á prjónunum en hún er að skrifa unglingabók ásamt Mörtu Maríu Jónasdóttur sem kemur út hjá Sölku fyrir jólin. Bókin heitir Ef þú bara vissir en þær stöllur skrifuðu síðast Djöflatertuna sem kom út árið 2005.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira